laugardagur, 7. október 2006

síðasta langa æfing ársins [Geðhlaup]

1015 Hljóp frá Grenimel út í Nauthólsvík þar sem Geðhlaupið var á dagskrá. Eftir aðeins meiri upphitun hófst hlaupið og hljóp ég frekar létt 10K keppnishlaup á 36:36. Nokkuð ánægður með það, engar km merkingar voru í brautinni og enginn nennti að vera samferða mér. En eftir hlaupið hélt æfingin áfram, hlaupið um Nauthólsvík og e-r slaufur í Öskjuhliðinni og að lokum haldið heim á leið. Æfingin var líklega um 27km.

Engin ummæli: