föstudagur, 1. febrúar 2008

Óvænt erfiði...

Ég komst ekki í hlaup í hádeginu. Var nú ekkert of stressaður yfir því og stefndi bara á að fara eftir vinnu. En e-n veginn þá leið dagurinn án þess að ég hlypi nokkuð. Erfiðasta æfing vikunnar!

Í staðinn ætla ég að breyta æfingum helgarinnar. Hlaupa back-to-back. Þ.e. 18-20km tempó á laugardaginn og +30 á sunnudaginn. Hentar ágætlega að taka þetta svona þessa helgina þar sem á að draga úr frosti. Ekkert voðalega spennandi að hlaupa lengi úti í meira en 10 gráðu frosti. Líka gott að breyta aðeins til....
'