fimmtudagur, 30. júní 2005

tempó - 2km R + 6km T + 2km R

Fór í fyrsta skipti í langan tíma á bretti og náði fínni æfingu. Eftir 2km upphitun jók ég hraðann á brettinu og hljóp 6km á 3.45-3.40 tempói og kláraði svo með 2km niðurskokki. Brettið er ótrúlega gott í tempóhlaup þar sem maður stjórnar hraðanum, eða brettið manni?

En þetta var ekki áreynslulaust. Strax í upphituninni vildi ég koma mér út til að hlaupa og svo fyrstu 2km í tempóinu var ég mikið að spá í að hlaupa tempóið úti. En ég lét mig hafa það og eftir að maður komst yfir ákveðinn þröskuld sem fylgir að hlaupa á bretti var þetta ekkert mál og úr varð mjög góð fimmtudagsæfing. Æfingin var semsagt 10km.

miðvikudagur, 29. júní 2005

morgunhlaup + viktor

0630: Laugavegshringurinn með Birki og Þorláki. -12km

2000: Viktorshringur. Léttur á mér allan tímann. - 18km

Ágætis dagur 30km hlaup.......

þriðjudagur, 28. júní 2005

brautin í hádeginu.

2*(800m, 2mín, 400m, 1mín, 200m, 30sek, 1000m) og 5mín milli setta. Ef maður hefði haft meiri tíma þá hefði mátt læða einu setti í viðbót við æfinguna, en þetta var nú samt alveg ágætt. Með öllu var æfingin ca 10km.

mánudagur, 27. júní 2005

hvíld

Var mjög þreyttur eftir hlaup helgarinnar og ákvað á hvíla í dag. Fór nú samt í Laugar í hádeginu og gerði nokkrar æfingar. Stend mig ágætlega í að halda einni æfingu í viku í Laugum.

Hef verið að bæta aðeins við hlaupin síðustu tvær vikurnar. Síðasta vika var 106km og vikan þar á undan 94km. Stefni á 100km viku í þessari.....

sunnudagur, 26. júní 2005

hafnarfjörður - heiðmörk - breiðholt.

Byrjaði hlaup dagsins hjá mömmu og pabba í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Hljóp beinustu leið upp í Setberg og upp Lindarberg. Þar fór ég á veginn sem liggur upp í Heiðmörk og stefndi á hlíðina hjá Maríuhellum. Hljóp svo út hlíðina og veginn sem liggur að stígunum í Heiðmörkinni. Þessi vegakafli er mjög rúllandi og margar fínar og brattar brekkur. Svo kom ég á Heiðmerkurstígana og fylgdi þeim alla leið í Breiðholtið og endaði í afmæli hjá Maríu Fanneyju sem hélt upp á 6 ára afmælið sitt í dag. Alltaf gaman að enda hlaup í kökuveislu :-). Verð nú að viðurkenna að þetta var lengra en ég hélt og ég hafði ætlað mér að hlaupa í dag. Miðað við tímann þá var þetta líklega um 28-29km túr....

laugardagur, 25. júní 2005

heiðmerkurhringur

0915 - hitti Þorlák í Árbæjarlaug og við hlupum hefbundinn Heiðmerkurhring - höfum oft verið sprækari - 21km

föstudagur, 24. júní 2005

létt

hljóp í hádeginu úr vinnunni upp að stíflu og til baka- 9km

fimmtudagur, 23. júní 2005

miðnæturhlaup

Var lítið að æsa mig í hlaupinu og endaði á 36.49.

miðvikudagur, 22. júní 2005

mogunhlaup + léttar æfingar í Laugum

0630: Laugavegshringurinn - 12km

1200: Hringur í Laugum, 20mín.

mánudagur, 20. júní 2005

morgunhlaup + lauga"skokk"

0630: 9km Neshringur

1730: Æfing hjá Pétri Frantz. Mjög skemmtileg hraðaæfing. Eftir smá upphitun í Laugardalnum var hlaupin lítill (600m) hringur í miðjum dalnum. Hringurinn byrjar með brekku sem var hlaupin hratt, svo kom rólegur hluti á jafnsléttu, síðan sprettað niður smá brekku og hringurinn lokaðist með rólegu skokki. Endurtekið 10 sinnum.... Með niðurskokki var æfingin ca 13km.

sunnudagur, 19. júní 2005

24

Hljóp frekar rólega upp að Árbæjarlaug en bætti dálítið í seinni helminginn og hljóp 30sek hraðar hvern km á leiðinni til baka. Fínasta hlaup í smá rigningarúða samtals 24km.

laugardagur, 18. júní 2005

áfangaæfing.

Byrjaði æfingu dagsins með því að hlaupa með Pabba 5km út á Álftanes. Síðan fórum við Sigrún upp á Kaplakrika og hlupum á frjálsíþróttavellinum. Birkir mætti líka og við tókum 2*(1200m áfanga + 400m rólega + 800m áfanga + 200m rólega + 400m áfanga). Milli setta löbbuðum við 200m og tókum kannski tvær aukamínútur....

föstudagur, 17. júní 2005

viktor

Fékk SMS kl. 7.15 frá Birki þar sem hann spurði hvort maður ætlaði að sofa út....... Hann hafði litið e-ð vitlaust á klukku en ég var auðvitað löngu vaknaður. Við vorum komnir í hlaupagallann og upp í Vesturbæjarlaug kl. 8 og hlupum eitt stykki Viktorshring með smá viðkomu í Laugum. Mjög gott að vera búinn með 17km fyrir kl. 10. Eftir það hjóluðum við Fannar og Freyja með Sigrúnu sem hljóp með okkur upp í Nauthólsvík og slökuðum við þar á og svo var auðvitað skrúðganga og Hljómskálagarðurinn eins og lög gera ráð fyrir..... Frábær 17. júní!!!!!

fimmtudagur, 16. júní 2005

kvöldhlaup

Stefndi á hraðaæfingu í dag en það fór nú svo að ég komst ekki fyrir kvöldmat. Um kvöldið var ég eiginlega búinn að sannfæra sjálfan mig að sleppa hlaupi en ákvað svo seint og um síðir að svoleiðis aumingjaskapur myndi nú ekki skila mér miklu. Þ.a. ég dreif mig út og hljóp 10km hring út á Nes - stoppaði við Bakkavarabrekkuna og spáði í hvort ég ætti að taka nokkra spretti en eftir smá pælingar ákvað ég að hlaupa áfram og heim.

miðvikudagur, 15. júní 2005

Tvær æfingar.

06.30: Út á Nes í góðri fylgd Emilíönu Torrini, Nick Cave og Jack Johnson. Samtals 9km.

12.00: Hringur í Laugardalnum. Hitti meira að segja Sigrúnu mína á hlaupum á Römblunni og við tókum smá hring saman.. Samtals 8km

þriðjudagur, 14. júní 2005

góð interval æfing.

Mættum þrír á brautina í hádeginu og tókum 12*(400m sprettur + 200m rólega). Í lokin bættum við svo við smá 200m sprettum. Með upphitun og niðurskokki var æfingin 13km.

sunnudagur, 12. júní 2005

dræm vika....

Ég hef lítið náð að hlaupa í vikunni og svo til að toppa þetta þá er ég núna kominn með einhvern flensuskít.... En vikan hefur verið svona ->

þriðjudagur - 9km hringur út á Nes.

fimmtudagur - hjólaði niður um 21.30 í Laugar og hljóp á bretti ca 6.5km á 3.30 eða hraðar. Fyrsti áfanginn var 3000m og hinir styttri. Stefndi á að hlaupa 3*3000m en það var djö erfitt að hanga á brettinu... Svo tók ég lyftingahring og hjólaði heim.

laugardagur - var hálfslappur en prófaði samt að hlaupa. Gafst upp í Nauthólsvíkinni og hljóp heim. 10km

Reikna ekki með að hlaupa neitt í dag......

sunnudagur, 5. júní 2005

langur sunnudagur.

Eftir hádegi þegar Fannar var í afmæli notum við Sigrún tækifærið og hlupum út með Freyju í kerrunni. Við byrjuðum á að hlaupa út á Nes og eftir 10km fóru mæðgurnar heim en ég hélt áfram og hljóp upp að stíflu og til baka, bætti smá við til að ná 30km.

vaxandi.....

Ég og Sigrún náðum að fara út að hlaupa saman í morgunn með Freyju í hlaupakerrunni. Hlupum út í Suðurhlíð þar sem Þorlákur var að taka spretti. Ég náði einum sprett með honum á meðan Sigrún hélt áfram inn í Fossvogsdal. Við hlupum svo skógarstíginn niður að brú aftur og hélt ég að ég myndi ná því áður en Sigrún kom til baka - en það fór ekki svo. Eftir smá leit eftir mæðgunum var ekkert annað í stöðunni en að hlaupa eins og fætur toga heim vegna þess að Fannar ætlaði að koma heim kl. 12 frá vini sínum. Ég náði nú ekki heim fyrir 12 en sem betur fer var Sigrún mætt og Fannar líka. Sigrún hafði þá farið upp alla Suðurhlíðina að leita að mér og svo hélt hún áfram hjá Valsheimilinu og heim - ekkert voðalega kát með mig......

fimmtudagur, 2. júní 2005

battersea track

Hljop fra Glocester nidur ad Thames og medfram Battersea gardinum thangad til ad eg kom ad battersea track sem er frekar flottur frjalsithrottavollur vid Chealsea Bridge. Thetta var agaetis upphitun fyrir aefinguna ca 3 km. Thegar eg kom svo inn a vollinn voru thar tvaer midaldra konur, ekkert serstaklega hlaupalegar, sem toku a moti manni og hopurinn safnadist saman. Mer leist ekkert serstaklega vel a lidid, meirihlutinn var ekkert serstaklega hlaupalegur. En svo byrjadi upphitunin, tha forum vid ut af vellinum og onnur konan let okkur hoppa fram og til baka a grasvelli i nokkra stund, agaetis upphitun svo sem en eg mig langadi nu samt mest til ad byrja a aefingunni sjalfri. Halftima og nokkrum teygjum sidar forum vid svo aftur inn a vollinn og byrjudum ad hlaupa. Eg var i rauda lidinu sem hleypur hradast og tho kom nu i ljos ad nokkrir strakar hlupu bara nokkud vel. Aefingin var tvo sett af 3x600 med 6 min a milli setta. Innan setts var 45 sek pasa. Fyrstu 300m voru hlaupnir a ca 80sek og seinni hradar. Thetta vard bara hin skemmtilegasta aefing og thjalfararnir stjornudu aefingunni mjog vel. Engin miskunn thar a bae.

Eftir aefinguna voru sma umraedur um teygjur og einn hlauparinn var mjog frodur um thessi mal. Hann sagdi ad eftir erfidar aefingar aetti alls ekki ad teygja lengi hverja teygju og alls ekki erfida mikid i teygjunum. Astaedan er ad vodvar eru frekar aumir og haetta a ad litlar rifur i vodvum sem geta myndast vid erfidar aefingar staekki. Einnig var talad um teygjur fyrir aefingar aettu ad vera lettar, thad hefur nefnilega komid i ljos samband milli teygja fyrir aefingar og meidsla.

Eg endadi svo a thvi ad hlaupa upp i Kensington.

miðvikudagur, 1. júní 2005

thriggja garda hlaupid

Eftir namskeidid setti eg ithrottadrykk i drykkjarbeltid mitt og hljop af stad i att ad Hyde Park. Eg er stadsettur hja Glocester lestarstodinni i Kensington sem er rett hja t.d. Albert Hall. Vedrid var ekkert serstakt; rigningarsuddi og mun kaldara en i gaer. En thad er alveg meirihattar ad hlaupa i gordunum i London, fullt af folki og audvitad allt odruvisi umhverfi en madur a ad venjast heima. Herna er leidin sem eg hljop en eg baetti vid odrum hring i Hyde Park og samtals nadi hlaupid 19km.

Eg for i gaer i hlaupabudina 'Run and become' sem er otrulega flott bud. Pinulitil en otrulegt urval af allskonar hlaupadoti. Keypti nu samt varla neitt thar fyrir utan orkubor og Falke boxera. Budin er stadsett vid Palmer Street rett vid St. James lestarstodina.