fimmtudagur, 22. september 2005

BERLíN MARATHON - 3 dagar

Þá er undirbúningi fyrir Berlínarmaraþonið lokið. Tók síðustu æfinguna í hádeginu, 6km á brettinu. Dálítið skrítið að klára síðasta kílómetrann - en nú er bara að pakka niður dóti, carbolóda og slaka vel á þangað til á sunnudagin. Ég flýg út í hádeginu á morgun og áfram beint til Berlínar. Það er ágætt að sleppa við morgunflugið því þá get ég kvatt fjölskylduna almennilega og borðað morgunmat í rólegheitum. Síðan skröltir maður út á KEF....

Við Símamennirnir þrír ætlum að mBlog-ga hlaupið og hægt er að fylgjast með hérna. Byrjum að senda inn myndir á morgun.

þriðjudagur, 20. september 2005

MP æfing á brautinni.

Hvíldi á sunnudag og mánudag. Í hádeginu tók ég 4*1600m á MP hraða á brautinni með ágætum hvíldum á milli. Nú á ég bara eftir að reima á mig hlaupaskóna einu sinni fyrir Berlínarmaraþonið. Ætla að hlaupa létt á fimmtudaginn, líklega inni á brettinu.

laugardagur, 17. september 2005

15K - 8 dagar í Berlín.

Fór á bretti í Laugum og hljóp 15km, þar af 10km á MP. Braut MP hlutann upp í 1000m, 3000m, 3000, 2000, 1000 með smá pásum á milli til að þreyta mig minna. Er mjög stífur í öxlunum og það pirraði mig á hlaupunum.

Þriðjudagsæfingin var líklega aðeins of erfið og ég var eiginlega alltof þreyttur eftir hana. Hvíldi á fimmtudag og föstudag og er núna búinn að jafna mig. Nú gildir líklega að minna sé meira þannig að maður heldur æfingum í lágmarki fram að stóra hlaupinu.

miðvikudagur, 14. september 2005

létt skokk

Hljóp 7km í hádeginu á bretti. Enn mjög þreyttur eftir æfinguna í gær. Ætli ég hvíli ekki alveg á morgun og sjái svo til með hvernig æfing verður á föstudaginn, fer eftir því hvernig löppunum líður.

þriðjudagur, 13. september 2005

MIX.... 12 dagar í Berlín.

Fórum í hádeginu á brautina og þetta var æfing dagsins: 3000m á MP (94sek/hring) + 3000m á hálfmaraþonhraða (88sek/hring) + 3000m hraðar (ég tók reyndar 800m á 79sek/hring, hvíldi í 79, 800m á 79sek/hring, hvíld í 79 sek, 600m á 79sek/hring). Hvíld milli setta var líklega um 4mín.

sunnudagur, 11. september 2005

Laugar...

Skrapp í Laugar og hljóp 10km á bretti, þar af 6km á MP.

Í þessari viku hef ég hlaupið 93km og þar af 42km (tilviljun?) á MP. Annars er ég búinn að hlaupa 726km síðustu 7 vikurnar sem gera að meðaltali 104km á á viku. Nú verða næstu tvær vikur mjög rólegar. Stefni á að taka tvær gæðaæfingar í næstu viku. Annars vegar 3*3000m á brautinni í hádeginu á þriðjudaginn og hins vegar 10-15km MP æfingu. Að öðru leyti verða æfingar í algjöru lágmarki fram að Berlínarmaraþoninu. Flest hefur gengið upp í undirbúningnum nema að bæta sig í RM en að örðu leyti er ég mjög ánægður með undirbúninginn og því er sjálfstraustið gott fyrir hlaupið sjálft.

laugardagur, 10. september 2005

Síðasta langa æfingin fyrir Berlín.

Mættum í Laugar kl. 930 og hlupum út fyrir golfvöllinn á Seltjarnarnesi og svo niður í Elliðarárdal og upp að trébrúnni og svo í Laugar. Samtals 28km hjá mér.

fimmtudagur, 8. september 2005

60mín á MP

1740 - Brettaæfing. Birkir og ég hlupum í 60mín á MP og bættum aðeins í síðustu 10mínúturnar. Fórum frekar létt í gegnum þetta fannst mér.....

miðvikudagur, 7. september 2005

MP.....

Mætti í Laugar kl. 1730 og hljóp af stað með Baldri, Jóa og Þorláki. Þorlákur sprengdi okkur fljótlega en við Jói skeiðuðum á okkar MP hraða út Fossvoginn, Nauthól og snérum við eftir 9km hlaup (samkvæmt Garmin) hjá rásmarkinu í Námsflokkahlaupinu. Hlupum sömu leið til baka og samtals hlupum við 11km á MP af þessum 18km.

þriðjudagur, 6. september 2005

MP æfing á brautinni.

Hlupum niður á braut í hádeginu og tókum 10km, 25 hringi, á MP hraða - hmmm, kannski aðeins hraðar (ca 93-94sek hver hringur). En allavega þá var þetta mjög létt fyrir okkur og greinilegt að formið er í góðu lagi. Nú er bara að fara vel með sig næstu vikurnar......

sunnudagur, 4. september 2005

Viktor með Freyju í kerru og Birki í eftirdragi.....

Ofurskipulagður dagur í dag. Um leið og Fannar fór í afmæli var ég búinn að græja Freyju í hlaupakerruna. Akkúrat þá mætti Birkir sem var þá búinn að hlaupa úr Laugum og út fyrir golfvöll. Við lögðum af stað út á Ægisíðu og hlupum venjulegan Viktor, 17km. Ég stytti reyndar aðeins leiðina. Freyja sem svaf mest alla leiðina var orðin pirruð þegar við nálguðumst höfnina þ.a. ég fór beinustu leið yfir Austurvöll og Garðastrætið og svo beint heim. Ágætis túr og ég fann ekki fyrir 21,7km hlaupinu í gær..... Birkir, sem vann 10km hlaupið, sagði mér frekar súra sögu af sínu hlaupi. Hann var með löggubíl fyrir framan sig sem hægði svo á sér og Birkir þurfti eiginlega að ýta bílnum á undan sér. Allt í einu stoppar löggubíllinn og Birkir var þá ekkert klár á því hvert hann ætti að fara. Svo þegar kom að snúningnum þá þurfti hann að öskra á starfsmann sem stóð þar, vegna þess að bíll kom æðandi úr hinni áttinni og hefði bara straujað Birki í snúningnum. Sem betur fer vaknaði starfsmaðurinn og stoppaði bílinn sem nauðhemlaði víst fyrir framan tærnar á Birki.....

Ég held að maður hugsi sig þrisvar um áður en maður mætir aftur á Selfoss, sem er slæmt vegna þess að það er frábær stemmning í bænum og brautin auðvitað pönnukökuflöt sem er nú bara gott ef rétt er mælt.....

Hljóp í heildina 123km í þessari viku.

laugardagur, 3. september 2005

Brúarhlaupið 21,7km?

Í dag var Brúarhlaupið á dagsskrá, síðasta hlaupið fyrir Berlínarmaraþonið. Ég ætlaði mér að bæta mig í dag þrátt fyrir að þetta sé magnmesta vikan í maraþonundirbúningnum. Ég var í fínu standi og ákvað að hlaupa jafnara hlaup en í RM. Fór út með Ingólfi og við skiptumst á að leiða fram að snúningi þar sem var smá mótvindur. Það vakti fljótlega furðu okkar hvað kílómetramerkingarnar voru undarlegar, mikið spreyjað í göturnar og þrátt fyrir að telja okkur vera á nokkuð jöfnum hraða voru splittin út og suður. Við snúninginn gaf ég aðeins í, og Ingólfur kvaddi mig kurteisislega en ég hélt ferðalaginu áfram. Mér leið vel alla leiðina og hélt takti alla leið í markið og bætti meira segja aðeins í síðustu 3 kílómetrana. EN svo kom maður í markið og tíminn var 1:20:38 sem kom óþægilega á óvart. Margir hlauparar voru jafn hissa og ég á tímunum sínum og nokkrir sem voru með Garmin á sér mældu 21.7km. Ef rétt er, þá er það náttúrúlega fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á Íslandsmót í hálfu maraþoni og geta svo ekki mælt það rétt.....

Það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum hvort mælingar voru réttar, eða hlauparar einfaldlega slappir í dag.....

En þangað til þá þýða 21,7km á 1:20:38 niðurreiknað í 21,1km 1:18:24, sem er jú bæting. Já, svo endaði ég í þriðja sæti.

fimmtudagur, 1. september 2005

rólegheit

1730 - Hljóp frá Laugum, Glæsibær, Sprengisandur, Fossvogur, Nauthóll, Snorrabraut, Borgartún og Laugar aftur. Líklega um 13km.