föstudagur, 30. nóvember 2007

Morgunskokk

0625. Morgunskokk í þessu fína veðri. 55mín á hlaupum. Aðeins tveir mættir...

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Morgunskokk

50mín rólegt morgunskokk.

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Brettahlaup

Fór í kvöld á brettið. Byrjaði á 2.5km upphitun og tók svo 6km vaxandi (frá 13.3 og síðustu 2km á 16.0). 1.5km niðurskokk. Samtals 10km æfing.

Markmiðið er að lengja vaxandi kaflann smátt og smátt og fara alveg upp í 20km þegar allt er komið á fullt. Lykil æfing í maraþonundirbúningnum...

mánudagur, 26. nóvember 2007

Morgunskokk

0625. Morgunskokk, ekki svo slæmt veður og ég hljóp í rúman klukkutíma, ca 13km. 5 mættir í dag...

sunnudagur, 25. nóvember 2007

Vinir Gullu.

Hljóp með Vinum Gullu í morgunn. Fullt af frískum hlaupurum mættir og var hlaupið niður í Miðbæ og svo eftir krákustígum í gamla Vesturbænum. Úlfar lóðsaði hópnum um leynistígana eins og herforingi. Síðan fórum við upp Þingholtin og loks út að Nauthól og þaðan í Laugar. Mér leið bara ágætlega allan tímann og endaði með að hlaupa ca 20km.

Samtals 77km í vikunni og öll hlaup róleg. Ætla að halda mig við róleg hlaup að mestu næstu vikurnar.

Er kominn með stefnuna á vormarþon - kannski smelli ég mér í Boston hlaupið eins og ég stefndi að síðastliðið vor en heltist þá úr lestinni. Annars er ég líka að kanna hvort ég komist í London í vor, alltaf séns að e-r detti út. Ég hugsa vormaraþonið fyrst og fremst sem áfanga í uppbyggingunni fyrir hausthlaup næsta árs sem á að vera bætingarhlaup. Eftir það fer ég að fókusera á alvöru vegalengdir....

laugardagur, 24. nóvember 2007

Bretti - 45mín

Fór í Laugar og stefnan var að hita "örlítið" upp á bretti og gera svo e-r lyftingaæfingar. Mér leið betur í hnéinu en í gær og endaði með að hlaupa í 45mín og teygja svo vel á eftir.

Vinir Gullu á morgun.

föstudagur, 23. nóvember 2007

Morgunskokk

0625. Rok og ringing en það stoppaði ekki fjóra hrausta menn - Val, Birki, Neil og mig. Valur og Birkir fóru frekar hratt yfir en ég var ekki alveg í mínu besta pústi og blés eins og hestur og dróst dálítið aftur úr. Neil vorkenndi mér og var samferða. Þrátt fyrir veðrið þá vorum við 10mín fljótari með þennan 12km hring, þ.a. það var kannski ekki svo skrítið að ég yrði móður. Hnéið ekki gott...

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

60mín

Tók ágætan hring í hádeginu en fékk því miður í hnéið. Ekki alveg nógu kátur með það. Þegar maður fær svona verki þá er alltaf fundin ástæðu og merkilegt nokk þá er það alltaf e-ð annað en hlaup sem er skaðvaldurinn. Smá afneitun í gangi....

Leiðin -Borgartún - Laugar - Fossvogur - Nauthóll - Snorrabraut - Sæbraut - Borgartún.

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Bretti

Hljóp ekkert í gær - var með e-a pest en alveg þokkalegur í dag. Byrja nú "venjulega" miðvikudagana á morgunskokki en ákvað að það væri ekki málið þar sem ég fór lasinn að sofa í gærkvöldi. Í staðinn smellti ég mér á brettið í Laugum í kvöld og hljóp 10km - þar af ca 4km á 15km/klst eða örlítið hraðar.

mánudagur, 19. nóvember 2007

Morgunskokk

0625. Rétt rúmlega 60mín morgunskokk. Frekar fámennt í dag - þrír mættir.

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Gott hlaup.

1010. Með Vinum Gullu frá Laugardalslaug. Hlaupið upp að Árbæjarlaug og til baka. Fann ekki fyrir neinu. Erfiaðst var að hætta eftir 15km en ég er nú svo hrikalega skynsamur....

Fínasta hlaupavika búin. Samtals 64km. Sem er ágætis byrjun.... Verð að passa mig að fara ekki of hratt af stað.

laugardagur, 17. nóvember 2007

13K

1000. Hljóp 13km rólega. Lengsta hlaupið mitt síðan í ágúst....

föstudagur, 16. nóvember 2007

Morgunskokk

0625 Morgunskokk. Ágætis mæting í morgunskokkið, 5 hlauparar. Hlupum í ca 55mín. Fínasta hlaup í bleytunni og hnéið mitt var bara nokkuð gott. Greinilega allt að koma!!!

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Á hlaupum...

Ákvað að þetta meiðslatímabil gengi ekki lengur. Mætti í morgunhlaupaklúbbinn á mánudagsmorguninn og hljóp 11-12 km. Var frekar slappur í hnéinu á eftir en ákvað að harka þetta af mér. Teygði vel og keypti mér síðan hitahlíf á þriðjudeginum. Mætti aftur í morgunskokk á miðvikudagsmorgninum og hljóp þá með hlífina góðu. Miklu betri í hnéinu. Kíkti síðan í nudd til Guðbrands í hádeginu og hann tók hressilega á mér. Allt annar á eftir. Í dag hljóp ég svo 5km á bretti og er bara að verða verkjalaus. Hlaup laga allt - það er ljóst....

Svo er það morgunskokk í fyrramálið....

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Svaml....

Hef verið að svamla í innilauginni í Laugardalnum, nokkrum sinnum, síðastliðnar tvær vikur. Alveg brilljant æfing sem ég ætla að að halda inni þegar ég verð orðinn góður af meiðslum.

Er farið að klæja illilega af æfingaleysi og hef verið að spá mikið í æfingar eftir að ég kemst á skrið. Ætla auðvitað að byrja rólega en leggja síðan aðaláherslu á að byggja upp úthald. Áhugaverð grein í Running Times í nóvember. Þar er farið í gegnum hvernig einn besti maraþonhlaupari Bandaríkjanna æfir. Kerfið hans byggist á miklu magni og "gæðaæfingarnar" eru ekkert endilega svo hraðar en auðvitað krefjandi. Þessi gaur gefur sig heldur ekki út fyrir að hafa náttúrulegan ofurhraða og segist þurfa að æfa meira en allir aðrir til að halda í við þessa sem koma inn í maraþonhlaup með aukagíra.... Í fáum orðum þá tekur hann 2 rólega daga og svo gæða æfingu. Langt hlaup 3ja hver gæða æfing. Getur auðvitað leyft sér að láta þetta rúlla svona þar sem þetta er atvinnumaður....