fimmtudagur, 30. nóvember 2006

Tempó

1200. 10mín upphitun + 2x12mín á 3.35 tempói með 2mín hvíld á milli setta + 5mín niðurskokk. Alveg frábær æfing.

Jói Gylfa tók þátt í Kúbumaraþoninu um daginn. Hann var ekkert að stíla inn á það en var óvart á staðnum og hvað er annað í stöðunni en að vera með? Aðstæður voru víst dálítið skrautlegar og aðbúnaður ekki alveg eins og við eigum að venjast. Engir kamrar og á drykkjarstöðvum var boðið upp á klórblandað vatn. Jói skilaði sér þó vel í gegnum þetta ævintýri á 3:25. Hlaupnir tveir hringir og síðan var víst ágætt eftir hlaupið að liggja á ströndinni og sötra kúbverska recovery drykki :-).

miðvikudagur, 29. nóvember 2006

Millilangt í Laugum

2030. 18km á bretti. Byrjaði á 11km kafla þar sem ég var duglegur að breyta hallanum á brettinu og fikta örlítið í hraðanum, þó þannig að púlsinn fór nánast aldrei yfir 160 slög/mín. Næst voru rúmir 5 Bostonish km og svo einn km í niðurskokk. Lykilæfing.

þriðjudagur, 28. nóvember 2006

morgunhlaup+lyftingar

0640.
9-10km morgunhlaup.

1200.
Lyftingar í Laugum. Labbaði upp á pall, gerði framstig, hnégbeygju og klassískar lappaæfingar í tækjum.

mánudagur, 27. nóvember 2006

Morgunhlaup

0640. 12km hringur með morgunskokkklúbbnum. Frábært hlaupaveður og gott færi í morgun.

Leiðin ->
Vesturbæjarlaug - Austurvöllur - Laugavegur - Miklatún - Hlíðar - Loftleiðir - Nauthóll - Ægisíða - Grenimelur.

sunnudagur, 26. nóvember 2006

Langur sunnudagur

25km hringur í morgun.

Samtals 80km hlaup í vikunni. Ánægður með það.

laugardagur, 25. nóvember 2006

Laugar dagur

Fór í Laugar seinni partinn og hljóp 11km á bretti. Tók síðan smá hring í tækjasalnum. Magi, mjóbak og svo upphífingar og dýfur....

föstudagur, 24. nóvember 2006

Morgunskokk...

0640. 10km hlaup í góða veðrinu.

fimmtudagur, 23. nóvember 2006

tempó

1200. Brettið í Laugum. 10mín upphitun + 20mín á tempóhraða + 10mín niðurskokk. Meiriháttar....

miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Millilangt

Nú er mánuður liðinn frá Chicago og allt að komast í gang. Ekki beint búinn að vera latur að æfa, lagt áherslu á lyftingar undanfarið en nú fara hlaupin að taka við. Hljóp 63km í síðustu viku en lítið vikurnar á undan.

Æfing kvöldsins var 18km hlaup á bretti með 3km Bostonkafla ;-)