laugardagur, 23. desember 2006
Óveður - so what...
1715. Klæddi mig í stakk og nýja skó og hljóp út. Brjáluð rigning og hvirfilbylur tók á móti mér þegar ég kom út úr blíðunni á Melunum. Var svo heppinn að uppgötva hettu á nýja New Balance Stakknum mínum. Held svei mér þá að hettan hafi bjargað lífi mínu. Hljóp eftir nýju Hringbrautinni með vind og rigningu í fangið. Algjört brjálæði. Fannst þetta í lagi svona fyrst um sinn en þegar ég nálgaðist Perluna runnu á mig tvær grímur. Lappir orðnar helstífar og skórnir, nýir gore-tex skór, voru orðnir rennandi blautir að ég skvampaði í þeim eins og stígvélum fullum af vatni. Hélt þó áfram upp að Perlu og aðeins niður í Suðurhlíð. Sá þarna að þetta var bara rugl og snéri við. Ágætt að fá vindinn í bakið á leiðinni heim. Í öllum brekkum og þegar vindur réðst aftan að mér með mestum látum negldist ég fram í skóna mína, sem var ekki gott. Kom heim, heill á húf, nokkuð blautur nema hvað New Balance stakkurinn hélt mér algjörlega þurrum. Ótrúlegt. Mæli ekki með Gore Tex skóm við svona aðstæður. Eflaust betra að vera í skóm sem hleypa vatni algjörlega frjálst í gegnum sig. Hmmm. Mæli nú eiginlega með því að halda sig bara heima þegar viðrar svona. Já, eða heimsækja Laugar. Man það næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli