þriðjudagur, 1. janúar 2008

Millilangt hlaup á nýju ári....

1120. Millilangt hlaup um borgina, mestur hluti undir 4:30 tempói. Samtals 20km.

Mikilvægt fyrir mig að halda millilöngu hlaupunum á 4:30-4:10 tempói til að þau geri sem mest gagn í maraþonundirbúningnum. Mega ekki vera hraðari þá taka þau of mikið úr og ekki hægari þá gefa þau ekki þann stimulant sem þau eiga að gera.

Ég er á því að millilöng hlaup séu þriðja mikilvægasta æfing í maraþonundirbúningi. Næst mikilvægasta eru löng tempó og mikilvægasta æfingin löngu hlaupin. Sama gildir um löngu hlaupin og millilöngu, eiga að vera á 4:30-4:10 miðað við mína getu. Einnig gott að taka hluta af löngu hlaupunum á maraþonhraða til að venjast að halda maraþonhraða þegar lappir eru byrjaðar að þreytast.

Semsagt nýtt hlaupaár byrjar af fullum krafti....

Engin ummæli: