Þá er komið að erfiðasta hlutanum í maraþonprógramminu - taper-num. Þá fer maður að efast um allt og finnur upp á ótrúlegustu hlutum sem maður hefur ekki gert. Eftir morgunhlaup dagsins í dag fattaði ég að ég hef lítið gert af magaæfingum, þ.a. ég skellti mér í gólfið og gerði magaæfingar. Fyrir nokkrum dögum hafði ég áhyggjur af því að hafa ekki drukkið neina íþróttadrykki á æfingum. Líkaminn hlyti því að vera óhæfur til að taka upp orku í maraþonhlaupinu. Annan dag þá skoðaði ég maraþonprógrammið mitt frá því ég fór til Chicago, þar hafði ég farið nokkrum sinnum í sund og synt 1000m. Ekkert gert af því núna, algjör bömmer....
Til að gera mig rólegri er ágætt að fara yfir hvað ég hef gert:
Hlaupamagn 31.12-31.03: 1584km - jan 527, feb 432, mars 603.
Meðalmagn viku 1-13: 121,08km
Löng hlaup yfir 30km: 8 skipti, lengst 37km
Löng hlaup 28-30km: 4 skipti
Millilöng hlaup 18-24km: 12 skipti
Tempóæfingar: 15skipti, tel með öll keppnishlaup.
Intervalæfingar: 8 skipti
Tvær æfingar á dag: 18 dagar.
Frídagar: 11dagar,
Meiðsli: 1 dagur. Slapp vel!!!
Svei mér þá ef þetta ætti ekki að fleyta mér í mark í London....
mánudagur, 31. mars 2008
sunnudagur, 16. mars 2008
160km vika...
Ég hef látið nægja undanfarið að skrá æfingarnar í hlaupadagbókina.
Æfingarnar hafa gengið vel undanfarnar vikur og hafa tvær síðustu vikur verið þær magnmestu síðan ég byrjaði að hlaupa. Annars hafa vikurnar verið nokkuð jafnar og meðalmagn er ca 120km á viku. Í þessari viku hljóp ég 160km sem er ákveðinn áfangi. Nú er ein vika eftir á fullu gasi og svo fer ég að trappa mig niður hægt og rólega og verð tilbúinn í London Maraþonið þann 13. apríl.
Gæðaæfingarnar í þessari viku voru millilangt hlaup (24km) á þriðjudaginn með 5km hröðum kafla, Poweradehlaupið á fimmtudaginn á 37:5x með einum Poweradehring á undan og svo langt hlaup á laugardaginn þar sem 15km kafli var nálægt MP. Þetta er í grunninn eins og flestar vikur hjá mér í vetur.
Mér finnst ég vera kominn í fínasta form og er mjög bjartsýnn á gott gengi í London. Þetta hefur þó verið erfiður vetur, æfingalega séð, og stundum var ég alveg við að hætta við allt saman. Frekar erfitt að komast lítið út og þurfa að taka langar og strangar æfingar á bretti endalaust. Sem betur fer þá komst ég í gegnum veturinn og eflaust herðir þetta mann bara ef e-ð er.
Gaman að segja frá því að Neil Kapoor tók þátt í hálf maraþoni í Bath á Englandi í dag. Aðstæður voru ekkert sérstakar, rok og rigning, en engu að síður skilaði hann sér í mark á ca 1:14:40, sem er frábær árangur. Hann er ekki síst merkilegur þar sem Neil æfir yfirleitt ekki hraðar en á 3:45 tempói, sem hann gerir reyndar tiltölulega mikið af á um 60mín æfingum í hádeginu. Aðrar æfingar eru frekar rólegar hjá honum. Kannski sýnir þetta að áfangasprettir eru ofmetnir hjá þeim sem eru að fókusera á hálf maraþon eða lengra... Já, og kannski blandast e-ð inn í þetta að maðurinn hleypur stundum yfir 200km á viku :-). Semsagt magn er gæði.....
Æfingarnar hafa gengið vel undanfarnar vikur og hafa tvær síðustu vikur verið þær magnmestu síðan ég byrjaði að hlaupa. Annars hafa vikurnar verið nokkuð jafnar og meðalmagn er ca 120km á viku. Í þessari viku hljóp ég 160km sem er ákveðinn áfangi. Nú er ein vika eftir á fullu gasi og svo fer ég að trappa mig niður hægt og rólega og verð tilbúinn í London Maraþonið þann 13. apríl.
Gæðaæfingarnar í þessari viku voru millilangt hlaup (24km) á þriðjudaginn með 5km hröðum kafla, Poweradehlaupið á fimmtudaginn á 37:5x með einum Poweradehring á undan og svo langt hlaup á laugardaginn þar sem 15km kafli var nálægt MP. Þetta er í grunninn eins og flestar vikur hjá mér í vetur.
Mér finnst ég vera kominn í fínasta form og er mjög bjartsýnn á gott gengi í London. Þetta hefur þó verið erfiður vetur, æfingalega séð, og stundum var ég alveg við að hætta við allt saman. Frekar erfitt að komast lítið út og þurfa að taka langar og strangar æfingar á bretti endalaust. Sem betur fer þá komst ég í gegnum veturinn og eflaust herðir þetta mann bara ef e-ð er.
Gaman að segja frá því að Neil Kapoor tók þátt í hálf maraþoni í Bath á Englandi í dag. Aðstæður voru ekkert sérstakar, rok og rigning, en engu að síður skilaði hann sér í mark á ca 1:14:40, sem er frábær árangur. Hann er ekki síst merkilegur þar sem Neil æfir yfirleitt ekki hraðar en á 3:45 tempói, sem hann gerir reyndar tiltölulega mikið af á um 60mín æfingum í hádeginu. Aðrar æfingar eru frekar rólegar hjá honum. Kannski sýnir þetta að áfangasprettir eru ofmetnir hjá þeim sem eru að fókusera á hálf maraþon eða lengra... Já, og kannski blandast e-ð inn í þetta að maðurinn hleypur stundum yfir 200km á viku :-). Semsagt magn er gæði.....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)