mánudagur, 31. mars 2008

Niðurtalning....

Þá er komið að erfiðasta hlutanum í maraþonprógramminu - taper-num. Þá fer maður að efast um allt og finnur upp á ótrúlegustu hlutum sem maður hefur ekki gert. Eftir morgunhlaup dagsins í dag fattaði ég að ég hef lítið gert af magaæfingum, þ.a. ég skellti mér í gólfið og gerði magaæfingar. Fyrir nokkrum dögum hafði ég áhyggjur af því að hafa ekki drukkið neina íþróttadrykki á æfingum. Líkaminn hlyti því að vera óhæfur til að taka upp orku í maraþonhlaupinu. Annan dag þá skoðaði ég maraþonprógrammið mitt frá því ég fór til Chicago, þar hafði ég farið nokkrum sinnum í sund og synt 1000m. Ekkert gert af því núna, algjör bömmer....

Til að gera mig rólegri er ágætt að fara yfir hvað ég hef gert:

Hlaupamagn 31.12-31.03: 1584km - jan 527, feb 432, mars 603.

Meðalmagn viku 1-13: 121,08km

Löng hlaup yfir 30km: 8 skipti, lengst 37km

Löng hlaup 28-30km: 4 skipti

Millilöng hlaup 18-24km: 12 skipti

Tempóæfingar: 15skipti, tel með öll keppnishlaup.

Intervalæfingar: 8 skipti

Tvær æfingar á dag: 18 dagar.

Frídagar: 11dagar,

Meiðsli: 1 dagur. Slapp vel!!!


Svei mér þá ef þetta ætti ekki að fleyta mér í mark í London....

Engin ummæli: