Þessi hlaupavika hefur verið góð. Meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig og hef ég náð að hlaupa á hverjum degi.
Á mán/mið/fös voru stuttar vaxandi æfingar í hádeginu. 8km þar sem sem 6km eru vaxandi og svo 2km niðurskokk í lokin. Ágætt að leyfa löppunum aðeins að hreyfast án þess að vera að gera neitt of krefjandi.
Morgunskokk eru fastir punktar á þriðju- og fimmtudögum.
Á laugardaginn hljóp ég svo í 90mín og í morgun hljóp ég í 62mín vaxandi.
Samtals hljóp ég 80km í vikunni. Það er ágætismagn og mér finnst ég ráða ágætlega við það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli