fimmtudagur, 12. apríl 2007

Boston....

Ákvað í dag, eftir að hafa ráðfært mig við sjúkraþjálfarann minn, að hlaupa ekki á mánudaginn í Boston Maraþoninu. Erfið ákvörðun en því miður það skynsamlegasta í stöðunni.

Ég er á batavegi en með því að fara í hlaupið er mikil hætta á að ég fari aftur á byrjunarreit með meiðslin mín. Í staðinn get ég haldið áfram að byggja mig upp eftir meiðslin.

Það hefur komið í ljós að hægri löppin er líka hættulega stödd og ekki langt í að hún hefði farið sömu leið og sú vinstri.

Næstu vikurnar held ég áfram í sjúkraþjálfun, sundhlaupum, styrktaræfingum og með tímanum mun ég geta aukið alvöru hlaup smátt og smátt. Stefni að því að vera kominn í 80% álag í lok maí.

Engin ummæli: