Hljóp í kringum flugvöllinn áðan - og fann ekkert til - jibbí jei!!!
Mjög pósitíft test fyrir Boston maraþonið. Aldrei að vita nema að ég geti skrölt með.
Hef ekkert getað hlaupið síðustu vikur vegna hásinarareymsla en verið duglegur að æfa "sundhlaup" í innilauginni í Laugardal. Líklega besta æfingin þegar maður getur ekki hlaupið. Hægt að taka löng hlaup, tempó og áfangaæfingar. Þ.a. ég held að ég hafi náð að halda mér ágætlega við í þessum meiðslum mínum. Svo hef ég verið svo heppinn að komast í spinning tíma hjá Jens og þar fær maður líka að puða pínulítið..... ;-).
Eftir æfingu dagsins er ég semsagt bara þokkalega bjartsýnn og stefni á að mæta á ráslínuna í Boston eftir 7 daga!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli