sunnudagur, 28. október 2007

Meiðslatímabilið mikla

Hef verið meiddur síðan ég hljóp í hálfa þoninu í Svíþjóð í september. Held ég hafi jafnað mig vel á meiðslunum sem stoppuðu Frankfurtmaraþonprógrammið mitt. Í staðinn náði ég mér í önnur meiðsl í lyftingasalnum. Er meiddur í hné-inu og er að verða frekar fúll á ástandinu. Á meðan hef ég haft góðan tíma til að hvíla mig á hlaupum og spá í hvað ég ætla mér á næstu árum í hlaupunum.

2008 SUB240 um haustið. (CHI/BER/AMS)
2009 Vormaraþon, Laugavegurinn.
2010 Comrades, upphlaup sem er víst miklu betra.
2011 100km
2012 Western States

Orð dagsins ->
“If you're afraid of losing, then you daren't win.” - Björn Borg

daren't = doesn't dare to

Engin ummæli: