Hef verið að svamla í innilauginni í Laugardalnum, nokkrum sinnum, síðastliðnar tvær vikur. Alveg brilljant æfing sem ég ætla að að halda inni þegar ég verð orðinn góður af meiðslum.
Er farið að klæja illilega af æfingaleysi og hef verið að spá mikið í æfingar eftir að ég kemst á skrið. Ætla auðvitað að byrja rólega en leggja síðan aðaláherslu á að byggja upp úthald. Áhugaverð grein í Running Times í nóvember. Þar er farið í gegnum hvernig einn besti maraþonhlaupari Bandaríkjanna æfir. Kerfið hans byggist á miklu magni og "gæðaæfingarnar" eru ekkert endilega svo hraðar en auðvitað krefjandi. Þessi gaur gefur sig heldur ekki út fyrir að hafa náttúrulegan ofurhraða og segist þurfa að æfa meira en allir aðrir til að halda í við þessa sem koma inn í maraþonhlaup með aukagíra.... Í fáum orðum þá tekur hann 2 rólega daga og svo gæða æfingu. Langt hlaup 3ja hver gæða æfing. Getur auðvitað leyft sér að láta þetta rúlla svona þar sem þetta er atvinnumaður....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli