Ég hef verið þokkalega duglegur að hlaupa í jólavikunni. Mjög góð brettaæfing á 2. jólum og ágætis hlaup um helgina. Samtals 88km í vikunni.
Á morgun byrjar prógrammið fyrir Parísarmaraþon. Ég er í góðu standi og mun fara eftir sömu prinsippum og í síðustu þremur maraþonum. Það hefur virkað vel á mig. Aðalmálið er auðvitað að fylgja plani allar vikurnar í undirbúningnum og hafa trú á verkefninu.
Ég mun hlaupa 8 hlaup yfir 30km, taka góðar tempóæfingar vikulega og hlaupa eitt millilangt, 18-24km, hlaup í hverri viku næstu 12 vikurnar. Ef líkaminn leyfir áfangaæfingar mun ég hafa eina svoleiðis á viku næstu vikurnar. Ég reikna með að hlaupa +120km/viku að meðaltali. Og markmiðið -> 2:35:xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli