fimmtudagur, 4. desember 2008

Morgunskokk + Áfangasprettir

0625. Morgunskokk eins og venjulega á fimmtudögum. Fjórir mættu við Vesturbæjarlaugina og var hlaupinn sami hringur (11.4km) og venjulega.

1530. Var í feðraorlofi eftir hádegi og nýtti tímann þegar Frosti svaf og fór á bretti í WC á Nesinu.

2km upphitun + áfangar á 3:20 tempó með 0.5% halla [2', 3', 3', 4', 4'] 2' hvíld á milli spretta. Samanlagt 16' af hraða sem er hæfilegur skammtur. 2km niðurskokk. Var hálf hissa hvað mér fannst auðvelt að halda þessum hraða. Hljóp samtals 8.8 km.

Góður hlaupadagur eftir letina í gær....

Engin ummæli: