sunnudagur, 19. apríl 2009

Paris Marathon 2009


Hlaupadagurinn leit vel út. Ég var vel sofinn og afslappaður eftir góða dvöl hjá Höllu og Xavier. Var svo heppinn að gista hjá ættingum í ca 25mín lestarferð frá miðbæ Parísar. Ég byrjaði daginn á að fá mér brauð með banana og hunangi og drakk te-ið mitt. Á meðan blandaði ég orkudrykki dagsins og fór yfir leiðina. Gott að vera með leiðina á hreinu finnst mér. Var með Herbalife H3O drykki sem mér líkar rosalega vel við. Þar sem það eru engar orkudrykkjastöðvar í Paris ákvað ég að hlaupa af stað með tvo litla brúsa með orkudrykk og svo ætluðu Halla og Xavier að rétta mér brúsa á km 20-25. Allt
vel planað og ég svona sallarólegur. Hafði fengið góða lýsingu frá Gauta Höskulds hvernig ég ætti að leggja upp hlaupið og það átti svo sannarlega eftir að koma sér vel að fara eftir hans ráðleggingum:

"Vertu tímalega í startið, það var mikil biðröð í kamra í fyrra. Frábært start niður breiðgötna, taktu góða stöðu fyrir fyrstu km og þá ertu kominn á gott pace strax. Halda einbeitingu í ~ 15 km, þá taka við 20 km niður með ánni sem eru flottir og gefa mikla möguleika. Undirgöngin við 30 km og víðar eru ekkert mál. Eigðu inni fyrir síðustu 5 km í hæðunum við Sigurbogann og tíminn liggur."

Halla kom með mér í lestina í startið og var frábært að hafa hana til að spjalla við á leiðinni og svo var hún mér til halds og traust fyrir startið.

Ég hitaði ekkert upp fyrir hlaupið og var kominn frekar tímanlega í mína rásgrúbbu og beið eftir að hlaupið yrði skotið af stað. Leitað að Neil Kapoor en fann hann ekki. Tíminn leið hratt og svo var talið niður og bang!

Ég var ekki nema 4sek yfir startlínuna og þrátt fyrir að hlaupa fyrsta km á 3:36 var alveg ótrúlegt hvað margir höfðu náð að fara fram úr mér fyrsta kílómetrann í hlaupinu. Reyndar er ég farinn að venjast því að fólk taki fram úr mér í byrjun en ætli ég mæli ekki frekar með að fara rólega fyrstu 2-3km og vinna sig síðan upp á áætlaðan maraþonhraða. Ég var fljótt kominn á eftir hlaupara sem hljóp mjög jafnt og mér fannst tilvalið að teika. Hann fór reyndar aðeins hraðar en ég hafði ætlað mér en mér leið svo vel og fannst hraðinn vera mjög þægilegur. Munur að hlaupa í hlýrabol, stuttum og í Asics DS-Racer skónum sem mér finnst svo góðir.

Fyrstu 10km eru eftir miðborg Parísar og þar var þónokkuð góður stuðningur frá áhorfendum. Mjög þægilegt að hlaupa þarna, þráðbeint og slétt. Aðeins hækkun eftir 10-12km upp í garð sem er austan við miðbæinn. Þar voru fáir áhorfendur. Þegar ég kom í garðinn bættist par í hópinn og ég sá eftir hlaupið að þetta var írski meistarinn í kvennaflokki (endaði í 7. sæti). Við fylgdumst að og tíminn leið hratt og vel. Það sem Gauti hafði sagt fyrir hlaupið stóðst eins og stafur í bók og var mjög gagnlegt að hafa innsýn í brautina áður en lagt var af stað. Ég hljóp í gegnum hálft maraþon á 1:16:24 og ég var alveg sáttur við það. Leið svakalega vel og fannst ég ekkert vera að gera neitt nema rétt. Ég var mjög fókuseraður á þessum kafla og allt í einu birtist Xavier eins og engill og rétti mér brúsa með H3O blöndunni. Ég hafði ekkert tekið eftir honum þ.a. ég var skemmtilega feginn að fá brúsann. Þetta var haldbrúsi frá Asics og ég hafði meira að segja komið fyrir einu geli í renndan vasa á brúsanum. Orkudrykkurinn kom sér vel og ég setti gelið í vasann. Annars borðaði ég fjögur gel í hlaupinu á ca 5km fresti og það fyrsta á 15km drykkjastöðinni. Eftir 25km er brautin pínu rúllandi og þarna tók ég þá ákvörðun að hægja aðeins á mér, fannst ég myndi ekki halda 3:37 hraða út hlaupið og sá parið og hinn hérann minn fjarlægjast. Hér var ég kominn að Signu og þá er hlaupið undir nokkrar brýr og þar á meðal tvenn undirgöng. Í fyrri undirgöngunum náði mér einn og við fylgdumst nokkurn veginn að alla leið í markið. Eftir 30km voru lærin orðin pínu þung og ég þurfti að hafa fyrir því að halda hraða. Missti svolitinn hraða eftir 30km. Eflaust hefur hraðinn í fyrri hlutanum haft sitt að segja og einnig hvernig brautin er rúllandi á köflun. Þrátt fyrir að missa hraðann, var ég alltaf jákvæður og ákveðinn að ná markmiði dagsins. Notaði 3:45 sem "target" hraða og þegar ég hljóp á 3:50 var ég að tapa 5sek sem var allt í lagi og þá væri ég ekki að tapa nema rúmri mínútu á síðust 12km. Eftir 35km er annar garður sem er með smá halla í, ekki á besta stað en ekkert hættulegt. Þegar 3km voru eftir ákvað ég að gefa allt í þetta og hljóp eins og ég gat og náði að enda á ágætis hraða á nýju persónulegu meti 2:35:51.



Eftir hlaupið fór ég í nudd og svo beið ég eftir Neil og Clare sem áttu fínan dag. Þau eru að æfa fyrir Comrades hlaupið og ætlar Neil auðvitað að gera e-ð meira en aðrir og hleypur leiðina tvisvar.... Við löbbuðum síðan niður að Eiffel turni og fengum okkur ís. Voða notalegt og ég held ég hafi aldrei verið í betra formi eftir maraþon.

Millitímar:
3:36 - 3:42 - 3:34 - 3:38 - 3:32 - 3:37 - 3:39 - 3:40 - 3:34 - 3:37 - 3:43 - 3:35 - 3:38 - 3:37 - 3:39 - 3:34 - 3:41 - 3:38 - 3:35 - 7:09 - 20.7 (hálft 1:16:24) - 3:14 (900m) - 3:35 - 3:39 - 3:37 - 3:40 - 3:46 - 3:43 - 3:44 - 3:48 - 3:47 - 3:44 - 3:51 - 3:50 - 3:52 - 3:54 - 3:52 - 3:52 - 3:50 - 3:53 - 3:46 - 4:19 (1,2km).


5 km 00:18:04
10 km 00:36:14
15 km 00:54:26
21.1 km 01:16:26
25 km 01:30:33
30 km 01:49:17
35 km 02:08:23


Hér er hægt að sjá myndir og myndskeið ->

http://results.parismarathon.com/index.php?content=detail&id=92&lang=EN&event=M

5 ummæli:

Þórólfur Ingi Þórsson sagði...

Fróðleg lesning og gaman að sjá hraðan á hverjum km. Þetta er ekkert smá hraði í fyrrihlutanum.
Enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn.

Börkur sagði...

Þetta hefur klárlega verið gaman. Enn og aftur til hamingju með árangurinn.

Pétur Ívarsson sagði...

Það er nú alveg ótrúlega gaman að lesa svona skemmtilega skrifaðar hlaupasögur. Maður varð alveg þrettur seinni hlutann á lestrinum maður lifaði sig svo inn í söguna. En þar sem ég las fyrri hlutann hratt náði ég að klára söguna á góðum tíma. Til hamingju félagi.

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa þetta. Maður upplifir hlaupið aftur. Glæsilega gert og vel skipulagt hjá þér.
Pétur H.

Guðmundur G. sagði...

Skemmtileg frásögn, frábær árangur, svakalegur tími! Til hamingju!