þriðjudagur, 13. febrúar 2007

24

2000. Viktorshringur með slaufu upp að Árbæjarlaug. Er einmitt að lesa Flateyjargátu eftir Viktor og hún er vægast sagt góð. Hlaupið var frábært. Ég var á góðri siglingu allan tímann og jók dálítið ferðina frá Árbæjarlaug og heim. Alltaf gaman að fara út að hlaupa á kvöldin þegar veðrið er svona gott og ekki skemmdu Norðurljósin og stjörnubjartur himininn.

24km vel heppnuð millilöng æfing komin í pokann fyrir Boston.

Engin ummæli: