laugardagur, 10. febrúar 2007

"hvíld"

Fór í Laugarí morgun og aldrei þessu vant hljóp ég ekki neitt. Ég er nefnilega e-ð aumur neðst í kálfa/hásin og það er skynsamlegt að róa hlaupin á meðan. Dálítið erfitt en það borgar sig örugglega.

Tók rúmar 20 mínútur á skíðavél og labbaði svo í gegnum lappatækin og gerði maga og bakæfingar.

Á morgun ætla ég að sleppa löngu hlaupi - fara í staðinn aftur á skíðavél, hlaupa kannski smá og enda á Spinning tíma hjá meistara Jens.

Engin ummæli: