þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Bretti

0700. 45 mín á bretti.

Ætlaði að hlaupa aftur um kvöldið en í staðinn fór ég út að borða á skrítnum og skemmtilegum stað sem heitir Zetor og er í Helsinki. Staðurinn er skreyttur með Zetor traktorum og hinn margrómaði finnski húmor réð ríkjum. Matseðillinn var mjög sniðugur en víst enn fyndnari á finnsku tjáði Finninn sem ég fór út að borða með. Sá sem innréttaði staðinn var söngvarinn í Leningrad Cowboys sem allir muna eftir - frábær mynd. Magnaður staður sem breytist í skemmtistað á kvöldin. Fékk fínasta hreindýrakjöt í aðalrétt. Endaði daginn á sánu - nema hvað....

Zetor -> http://www.ravintolazetor.fi

Engin ummæli: