miðvikudagur, 29. október 2008

Allt á réttri leið

Undanfarnar vikur, og sérstaklega síðustu daga, er ég að finna að formið er að koma til baka. Það er alveg frábær tilfinning. Ég hef hlaupið ca 80 km á viku undanfarið og haldið hraðanum í skefjum. Allar æfingar eru að verða auðveldari og núna finnst mér að ég geti aukið magnið og gæðin töluvert án þess að lenda í vandræðum.

Ég skráði mig í Parísarmarþon um daginn. Við það eitt að skrá mig varð fókusinn skarpari enda veitir ekki af þar sem ég ætla að hlaupa næsta maraþon á 2:35 - sem er 3:40 tempó. Háleitt markmið en mér finnst það vera raunhæft og mun ég leggja inn fyrir því á næstu mánuðum.

Í fyrra þegar ég byrjaði að æfa fyrir London var ég nánast nýstiginn upp úr löngum og erfiðum meiðslum. Þá náði ég að hoppa nánast beint upp í 120 km/viku í 14 vikur. Miðað við stöðuna á mér núna er ég í mun betri málum en á sama tíma í fyrra. Þ.a. ég er bjartsýnn á gott gengi næsta vor!

Reikna með að halda mig við sambærilegt plan og í síðustu maraþonum og byrja á maraþonprógramminu í lok ársins:

Mán - morgunhlaup + áfangar í hádegi (ekki of hraðir)

Þri - millilangt (18-24) 10-20% afsl af MP (létt vaxandi) KVÖLDÆFING

Mið - hádegishlaup (eða nudd) + síðdegis eða kvöldæfing. Rólegar æfingar.

Fim - Langt tempó 15-20 km æfing

Fös - morgunhlaup og stundum annað hlaup síðar um daginn. Rólegar æfingar.

Lau - Langt hlaupa (28-36km)

Sun - rólegt hlaup eða hvíld

Engin ummæli: