Smellti mér á brettið í Laugum í hádeginu. Hljóp 7km létt vaxandi (11.1-15.6) + 1km rólega í niðurskokk. Frekar þægilegt. Þarf að lengja vaxandi æfingarnar bráðum. Þær eru góðar til að koma sér í form og taka lítinn toll miðað við áfangaspretti og tempóhlaup.
Fékk desember heftið af Running Times í gær. Alltaf gaman að fá nýtt lesefni og ég las grein um Ditu sem er olympíumeistari í kvennaflokki í maratþoni. Mér sýnist hún ekki leggja neitt mikið upp úr hraðaæfingum en meira upp úr löngum hlaupum (2svar í viku) og svo tempó. Tekur þéttar æfingar á morgnana og rólegar seinnipartinn.
Svona æfir hún:
Mon: AM appr. 15km steady - PM 8-10km easy
Tue: AM appr. 15km hilly course - PM 8-10km easy
Wed: AM Intensity fartlek, tempo or repeats - PM 8-10km easy
Thu: AM Long 25-30km - PM OFF
Fri: AM appr. 15k hilly course - PM 8-10km easy
Sat: AM intensity - PM 8-10 easy
Sun: Long (up to 40km) at altitude, neg splits - PM OFF
Engin ummæli:
Skrifa ummæli