fimmtudagur, 30. nóvember 2006

Tempó

1200. 10mín upphitun + 2x12mín á 3.35 tempói með 2mín hvíld á milli setta + 5mín niðurskokk. Alveg frábær æfing.

Jói Gylfa tók þátt í Kúbumaraþoninu um daginn. Hann var ekkert að stíla inn á það en var óvart á staðnum og hvað er annað í stöðunni en að vera með? Aðstæður voru víst dálítið skrautlegar og aðbúnaður ekki alveg eins og við eigum að venjast. Engir kamrar og á drykkjarstöðvum var boðið upp á klórblandað vatn. Jói skilaði sér þó vel í gegnum þetta ævintýri á 3:25. Hlaupnir tveir hringir og síðan var víst ágætt eftir hlaupið að liggja á ströndinni og sötra kúbverska recovery drykki :-).

Engin ummæli: