þriðjudagur, 17. júlí 2007

Morgunskokk

Hljóp í 50mín út á Nes. Fann vel fyrir sprettæfingunni í gær.

mánudagur, 16. júlí 2007

Sprettir

Í dag mætti ég í spretti með Mörthuhópnum. 500m og 200m sprettir á stígunum í Laugardalnum. Man ekki hvað þeir voru margir og tók aldrei tímann á mér. Fín æfing og vel tekið á.

sunnudagur, 15. júlí 2007

Heiðmörk

0930. Tveggja tíma hlaup frá Árbæjarlaug og upp í Heiðmörk. Algjört æði.

laugardagur, 14. júlí 2007

Tempó.

1030. Viktorshringur með tempóköflum. Rólegt hlaup út í Nauthól þar sem ég byrjaði á tempóinu. Ætlaði að hlaupa tempóið í tveimur áföngum en maginn á mér var ekki á sama máli.

Tempókaflar - Nauthóll - Víkingsheimili (12:19), Víkingsheimili-Olís á Suðurlandsbraut (8:23), Olís-Laugar(7:07), Laugar-Seðlabanki (10:29). Rólegt eftir það.

Annars er Laugavegshlaupið í dag. Ég fékk þá flugu í hausinn í gær að hlaupa Laugaveginn. Hringdi í skipuleggjandann. Það var ekki mikið um liðlegheit þar á bæ og ekki að ræða það að hleypa mér í hlaupið. Kom mér óvart og mér hefði ekki fundist neitt stórkostlegt afrek að troða inn einum í viðbót í hlaupið. Það er nefnilega hægt að gera ýmislegt ef viljinn er til staðar. Laugavegurinn verður því að bíða...

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Morgunhlaup

0625. 50mín morgunskokk

þriðjudagur, 10. júlí 2007

Fartlek.

Hljóp fyrst í tæpar 20mín með Fannari og tók svo góðan Fartlek frá Sörlaskjóli og upp að Perlu og til baka. Svipuð æfing og var stundum á dagskrá hjá LHF nema að ég tók enga spretti lengri en ca 1000m. Skipti Suðurhlíðinni í tvo spretti og hljóp svo hratt niður í einum spreng. Mjög góð æfing....

mánudagur, 9. júlí 2007

Rólegt skokk

50mín rólegt skokk út á Nes...

sunnudagur, 8. júlí 2007

Viktorshringur

Hljóp Viktorshringinn rólega í morgun.

laugardagur, 7. júlí 2007

Landsmót 10km

Tók þátt í 10km hlaupi í dag. Virkilega skemmtileg leið í Kópavoginum. Byrjað við Smárann og hlaupið eftir Kópavogdalnum, svo farið upp á Digranesveg, hlaupið alveg út á Kársnesið og svo aftur inn í dalinn og endað við Smárann. Leiðin var ekkert endilega sú léttasta en hún var mjög "lifandi"; fullt af brekkum upp og niður og skemmtilegt að rúlla þetta. Ég byrjaði frekar rólega eins og venjulega og var ekkert stressaður þrátt fyrir að margir fóru hraðar en ég af stað. Nálgaðist svo fremstu menn jafnt og þétt og var allt í einu kominn í 4. sætið. Náði svo Stefáni Viðari í Vesturbæ Kópavogs og ætlaði að gera atlögu að fremstu mönnum. Leið mjög vel og var eiginlega viss að ég myndi ná þeim. En svo eftir 8km fór aðeins að draga af mér og mér fannst e-n veginn tíminn vera ógeðslega lengi að líða. Vantar greinilega smá upp á að ég sé í toppformi. En ég skilaði mér í mark á 36:06 í þriðja sæti og nú er ekkert annað að gera en að skafa e-ð af þessum tíma á næstunni.

Gerðist skemmtilegt atvik í markinu en leiðinlegt í hlaupinu. Leiðinlega atvikið var að sá sem leiddi hlaupið í upphafi, Siggi Hansen, var afvegaleiddur af Lögreglunni og þurfti hann að bæta við spotta á versta stað. Í bröttustu brekkunum í Kópavogi. Hann lét það þó ekkert voðalega á sig fá og hélt áfram. Þarna náði annar keppandi Sigga og tók forystuna þegar þeir voru komnir út á Kársnesið. Forystumaðurinn bætti vel í og var reyndar öruggur sigurvegari. Sá beið svo rétt við markið leyfði Sigga að koma fyrstur í mark. Þessi gjafmildi maður er frá Venezuela og kannski vissi hann ekki af glæsilegri flugferð sem var í verðlaun fyrir sigur í hlaupinu....

fimmtudagur, 5. júlí 2007

Rólegheit.

Tók því mjög rólega í dag. Hljóp mjög rólega í 15-18mín og gerði síðan nokkrar maga- og bakæfingar í Laugum. Teygði vel á eftir.

miðvikudagur, 4. júlí 2007

Morgunskokk

0625. 60mín morgunskokk út á Nes og niður á Suðurgötu.

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Áfangar.

Brautin. 1600(5:40) -1200(4:01), 800(2:36) - 800(2:36) - 1200(x) - 1600(5:42). Mjög góð æfing. Hugmyndin var að hlaupa 1600m á 10km tempói, 1200m á 5km tempói og 800 á 3km tempói. Mér gekk mjög vel á æfingunni og þetta var mátulega létt.

Ætla að hlaupa 10km á Landsmótinu um helgina. Vonanst eftir smá bætingu.....

mánudagur, 2. júlí 2007

Morgunskokk

0625. 45mín morgunskokk út á Nes. Varla til betri byrjun á degi en morgunskokk...

sunnudagur, 1. júlí 2007

Öskjuhlíðartempó.

Skokkaði rólega út í Nauthólsvík og tók svo klassískt Öskjuhlíðatempó LHF á 22:51. Bæting upp á 1:23 síðan ég hljóp þetta 26.05. Ánægður með það. Leið mun betur að hlaupa upp Suðurhlíðina og náði ágætu rúllu eftir það. Hjólaði svo sama hring strax á eftir.

Fylgdist með netútsendingu af IronMan í Þýskalandi. Þrusu stemning. Sérstaklega gaman að sjá þegar fyrstu konurnar komu í mark. Það voru tvær sem voru í svaka baráttu og hlupu samsíða nánast allt maraþonið. Ég var búinn að veðja á þá rauðklæddu. Hún var miklu hlaupalegri og hljóp mun léttar en hin. Það var samt hin járnkellingin sem tók þennan þvílíka endasprett og vann. Hvernig er það hægt eftir allt sem á undan hefur gengið? Þetta er e-ð sem ég verð að prófa - bara spurning hvenær....