laugardagur, 7. júlí 2007

Landsmót 10km

Tók þátt í 10km hlaupi í dag. Virkilega skemmtileg leið í Kópavoginum. Byrjað við Smárann og hlaupið eftir Kópavogdalnum, svo farið upp á Digranesveg, hlaupið alveg út á Kársnesið og svo aftur inn í dalinn og endað við Smárann. Leiðin var ekkert endilega sú léttasta en hún var mjög "lifandi"; fullt af brekkum upp og niður og skemmtilegt að rúlla þetta. Ég byrjaði frekar rólega eins og venjulega og var ekkert stressaður þrátt fyrir að margir fóru hraðar en ég af stað. Nálgaðist svo fremstu menn jafnt og þétt og var allt í einu kominn í 4. sætið. Náði svo Stefáni Viðari í Vesturbæ Kópavogs og ætlaði að gera atlögu að fremstu mönnum. Leið mjög vel og var eiginlega viss að ég myndi ná þeim. En svo eftir 8km fór aðeins að draga af mér og mér fannst e-n veginn tíminn vera ógeðslega lengi að líða. Vantar greinilega smá upp á að ég sé í toppformi. En ég skilaði mér í mark á 36:06 í þriðja sæti og nú er ekkert annað að gera en að skafa e-ð af þessum tíma á næstunni.

Gerðist skemmtilegt atvik í markinu en leiðinlegt í hlaupinu. Leiðinlega atvikið var að sá sem leiddi hlaupið í upphafi, Siggi Hansen, var afvegaleiddur af Lögreglunni og þurfti hann að bæta við spotta á versta stað. Í bröttustu brekkunum í Kópavogi. Hann lét það þó ekkert voðalega á sig fá og hélt áfram. Þarna náði annar keppandi Sigga og tók forystuna þegar þeir voru komnir út á Kársnesið. Forystumaðurinn bætti vel í og var reyndar öruggur sigurvegari. Sá beið svo rétt við markið leyfði Sigga að koma fyrstur í mark. Þessi gjafmildi maður er frá Venezuela og kannski vissi hann ekki af glæsilegri flugferð sem var í verðlaun fyrir sigur í hlaupinu....

Engin ummæli: