1030. Viktorshringur með tempóköflum. Rólegt hlaup út í Nauthól þar sem ég byrjaði á tempóinu. Ætlaði að hlaupa tempóið í tveimur áföngum en maginn á mér var ekki á sama máli.
Tempókaflar - Nauthóll - Víkingsheimili (12:19), Víkingsheimili-Olís á Suðurlandsbraut (8:23), Olís-Laugar(7:07), Laugar-Seðlabanki (10:29). Rólegt eftir það.
Annars er Laugavegshlaupið í dag. Ég fékk þá flugu í hausinn í gær að hlaupa Laugaveginn. Hringdi í skipuleggjandann. Það var ekki mikið um liðlegheit þar á bæ og ekki að ræða það að hleypa mér í hlaupið. Kom mér óvart og mér hefði ekki fundist neitt stórkostlegt afrek að troða inn einum í viðbót í hlaupið. Það er nefnilega hægt að gera ýmislegt ef viljinn er til staðar. Laugavegurinn verður því að bíða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli