sunnudagur, 1. júlí 2007

Öskjuhlíðartempó.

Skokkaði rólega út í Nauthólsvík og tók svo klassískt Öskjuhlíðatempó LHF á 22:51. Bæting upp á 1:23 síðan ég hljóp þetta 26.05. Ánægður með það. Leið mun betur að hlaupa upp Suðurhlíðina og náði ágætu rúllu eftir það. Hjólaði svo sama hring strax á eftir.

Fylgdist með netútsendingu af IronMan í Þýskalandi. Þrusu stemning. Sérstaklega gaman að sjá þegar fyrstu konurnar komu í mark. Það voru tvær sem voru í svaka baráttu og hlupu samsíða nánast allt maraþonið. Ég var búinn að veðja á þá rauðklæddu. Hún var miklu hlaupalegri og hljóp mun léttar en hin. Það var samt hin járnkellingin sem tók þennan þvílíka endasprett og vann. Hvernig er það hægt eftir allt sem á undan hefur gengið? Þetta er e-ð sem ég verð að prófa - bara spurning hvenær....

Engin ummæli: