mánudagur, 31. júlí 2006

400m áfangar + rólegt hlaup

1200. Hljóp niður á braut í hádeginu. Þar var ákveðið að hlaupa 10x(400m 71-75, 60sek hvíld). Æfingin gekk furðuvel miðað við að ég var hálf þreyttur fyrir æfinguna. Alltaf auðvelt að hlaupa í góðum félagsskap....

1700. Ætlaði að hitta á ÍR ingana í Laugardalnum en missti af þeim svo ég ákvað að hjóla heim á fullu spani. Hljóp 55mín hring út á Nes.

sunnudagur, 30. júlí 2006

Flugvallarhringur

Rólegt morgunhlaup í kringum flugvöllinn með Sigrúnu og Freyju í kerrunni.

Vikan endaði í 107km....

laugardagur, 29. júlí 2006

fyrsta langa.....

1000. Hljóp frá Grenimelnum upp í Elliðarárdal og fór Powerade hringinn. Þaðan lá leiðin í Laugardalinn, niður á Sæbraut og svo út á Granda. Bætti við 3km hring þegar ég kom aftur að Grenimel. Samtals hljóp ég 32-33km / 02:30:00 /Meðalpúls 155.

Aðeins lengra en ég ætlaði í dag en veðrið var gott og mér leið vel allan tímann. Mér fannst því engin ástæða til annars en að ná yfir 30km...

föstudagur, 28. júlí 2006

rólegt hlaup.

12km hlaup og smá lappaæfingar í Laugum.

fimmtudagur, 27. júlí 2006

tvær í dag

Ætlaði að hlaupa 17km í dag en breytti því í tvær styttri æfingar.

morgunhlaup - 10km hringur út á Nes.

síðdegið - 12km hringur. Út á Nes með Freyju í hlaupakerru. Langt síðan ég hef hlaupið með hana í kerrunni. Byrjaði vel en aldrei þessu vant varð hún óvenju pirruð þegar við komum út að Gróttu. Hún sofnaði nú skömmu síðar en ég hljóp með hana beint heim og bætti 3km hringnum við.

22km í dag sem er fínt.

Ákvað að taka bara rólegar æfingar í þessari viku. Aðalega vegna þess að mér fannst ég vera orðinn pínu þreyttur í löppunum og með smá streng í hægri hásininni. Miklu betri eftir nuddið í gær og allt lítur vel út....

miðvikudagur, 26. júlí 2006

hNudd í dag

Fór til galdrakarlsins Guðbrands í dag. Hann nuddaði á mér lappirnar og ég gekk út með nýjar lappir - ótrúlegur snillingur hann Guðbrandur....

Hljóp ekki neitt í dag - þurfti á hvíld að halda.

þriðjudagur, 25. júlí 2006

90 mín morgunhlaup

0610: Klassískur Viktor rólega. Hljóp aðeins hraðar í Fossvoginum....

mánudagur, 24. júlí 2006

back on track....

Þá er best að byrja á æfingum fyrir Chicago Maraþonið. Ætla að byggja prógrammið upp á svipaðan hátt og fyrir Hamborg - fannst það virka vel. Síðustu vikur hafa verið rólegar í hlaupunum. Hef auðvitað hlaupið e-ð til að halda mér í formi en ekkert meira en það. Í síðustu viku náði ég 92km með rólegum hlaupum og einni sprettæfingu. Stefni að ná 100km í þessari viku.

Æfing dagsins: 14km rólegt hlaup.