Þá er best að byrja á æfingum fyrir Chicago Maraþonið. Ætla að byggja prógrammið upp á svipaðan hátt og fyrir Hamborg - fannst það virka vel. Síðustu vikur hafa verið rólegar í hlaupunum. Hef auðvitað hlaupið e-ð til að halda mér í formi en ekkert meira en það. Í síðustu viku náði ég 92km með rólegum hlaupum og einni sprettæfingu. Stefni að ná 100km í þessari viku.
Æfing dagsins: 14km rólegt hlaup.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli