Ætlaði að hlaupa 17km í dag en breytti því í tvær styttri æfingar.
morgunhlaup - 10km hringur út á Nes.
síðdegið - 12km hringur. Út á Nes með Freyju í hlaupakerru. Langt síðan ég hef hlaupið með hana í kerrunni. Byrjaði vel en aldrei þessu vant varð hún óvenju pirruð þegar við komum út að Gróttu. Hún sofnaði nú skömmu síðar en ég hljóp með hana beint heim og bætti 3km hringnum við.
22km í dag sem er fínt.
Ákvað að taka bara rólegar æfingar í þessari viku. Aðalega vegna þess að mér fannst ég vera orðinn pínu þreyttur í löppunum og með smá streng í hægri hásininni. Miklu betri eftir nuddið í gær og allt lítur vel út....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli