1030. Byrjaði á 30' á skíðavél og fór svo í frábæran spinning tíma hjá Jens. Góð keyrsla þar.
1800. Stóðst ekki mátið að prófa löppina með 45' hlaupi. Hún hélt en ég var aðeins farinn að finna fyrir henni í lokin. Hélt að ég væri orðinn betri...
sunnudagur, 11. mars 2007
laugardagur, 10. mars 2007
Sundhlaup
1730. Vesturbæjarlaug. 50mín af sundhlaupi í dag. Þetta er alveg frábær æfing.... Mikið er ég orðinn góður í hásininni. Kannski svindla ég á morgun og hleyp "smá".....
föstudagur, 9. mars 2007
Sjúkraþjálfun + Vesturbæjarlaug
1200. Lasermeðferð hjá sjúkraþjálfaranum. Hún var mjög ánægð með batann en vill ekki leyfa mér að hlaupa strax. Of mikill hætta á að þetta fari í sama farið strax aftur. Ég verð þægur og góður þangað til ég fæ leyfi til að hlaupa....
2100. Vesturbæjarlaug. Fékk lánað sundbelti hjá Birki og prófaði það í kvöld. "Hljóp" í lauginni í 50mín. Virkilega fín æfing og erfið....
Gríðarlega erfitt að sleppa hlaupum svona dag eftir dag, sérstaklega á þessum tímapunkti í hlaupaprógramminu þegar allt á að vera í botni. En þar sem ég hef verið duglegur að æfa mjög lengi og allt gengið vel þá ætti smá hlaupaleysi ekki að gera mér neitt slæmt. Jafnvel gott að fá smá hvíld frá hlaupum. Verð áfram duglegur að hlaupa í sundlaug og skoppa á skíðavél...
2100. Vesturbæjarlaug. Fékk lánað sundbelti hjá Birki og prófaði það í kvöld. "Hljóp" í lauginni í 50mín. Virkilega fín æfing og erfið....
Gríðarlega erfitt að sleppa hlaupum svona dag eftir dag, sérstaklega á þessum tímapunkti í hlaupaprógramminu þegar allt á að vera í botni. En þar sem ég hef verið duglegur að æfa mjög lengi og allt gengið vel þá ætti smá hlaupaleysi ekki að gera mér neitt slæmt. Jafnvel gott að fá smá hvíld frá hlaupum. Verð áfram duglegur að hlaupa í sundlaug og skoppa á skíðavél...
fimmtudagur, 8. mars 2007
Laugar+Sjúkraþjálfun+Laugar
1200. Laugar. Tók fína maga- og bakæfingu. Hífði mig líka upp nokkrum sinnum. Er búið að plata mig í upphífingarkeppni í júni - verð aðeins að æfa fyrir það :-).
1800. Fékk tíma hjá sjúkraþjálfara og þar kom í ljós að hásinin er bólgin og vann hún á því með laser. Hún kenndi mér líka æfingu sem á að hjálpa til við batann og halda svona meiðslum frá. Æfingin felst í því að vera í tröppum. Fara upp á tærnar og hafa þá þungan á ómeiddu löppinni. Láta sig svo síga á meiddu löppinni eins langt og maður kemst. 2x15 tvisvar á dag. Svaka munur á bólgunni strax eftir tímann.
2100. Laugar. 60' á skíðavél. Fín æfing. Teygði vel á eftir.
1800. Fékk tíma hjá sjúkraþjálfara og þar kom í ljós að hásinin er bólgin og vann hún á því með laser. Hún kenndi mér líka æfingu sem á að hjálpa til við batann og halda svona meiðslum frá. Æfingin felst í því að vera í tröppum. Fara upp á tærnar og hafa þá þungan á ómeiddu löppinni. Láta sig svo síga á meiddu löppinni eins langt og maður kemst. 2x15 tvisvar á dag. Svaka munur á bólgunni strax eftir tímann.
2100. Laugar. 60' á skíðavél. Fín æfing. Teygði vel á eftir.
miðvikudagur, 7. mars 2007
Nudd...
Fer hálfsmánaðarlega í nudd en í dag ákvað ég að bæta við aukatíma. Guðbrandur massaði löppina vel og það létti heilmikið á verknum í löppinni. Miklu betri á eftir. Hvíli alveg í dag.
þriðjudagur, 6. mars 2007
Meiðsli...
Harkaði af mér að hlaupa í 60'. Fann alltaf meira og meira til í hásin en samt, gat alveg hlaupið.
Ætlaði svo að hlaupa úr vinnunni en var rétt kominn út á Sæbraut þegar ég fékk svaka sting í hásin. Sem betur fer var Sigrún á ferðinni og gat pikkað mig upp. Ekki mjög skynsamlegt af mér að fara út aftur en ég varð að prófa hvort verkurinn versnaði. Fannst mér....
Ætlaði svo að hlaupa úr vinnunni en var rétt kominn út á Sæbraut þegar ég fékk svaka sting í hásin. Sem betur fer var Sigrún á ferðinni og gat pikkað mig upp. Ekki mjög skynsamlegt af mér að fara út aftur en ég varð að prófa hvort verkurinn versnaði. Fannst mér....
mánudagur, 5. mars 2007
sunnudagur, 4. mars 2007
"Hvíld"
Ég er slappur í löppinni í dag og ákvað að sleppa hlaupum og fara í staðinn á skíðavél. Var í 100mín á skíðavélinni og horfði á 2 þætti á meðan. Mikið askoti er erfitt að þurfa að sleppa hlaupum en það er betra að vera skynsamur og ná að slá á meiðsl heldur en að hlaupa sig út úr......
Annars er ég þokkalega sáttur við vikuna. Hef náð þremur mjög góðum gæða tempóæfingum í vikunni.
Annars er ég þokkalega sáttur við vikuna. Hef náð þremur mjög góðum gæða tempóæfingum í vikunni.
laugardagur, 3. mars 2007
Hólminn
Mætti á æfingu með Mörthuhópnum í Elliðarárdalnum. Það hafði rignt kvöldið áður og svo kólnað. Malbikaði stígurinn var því alveg glerháll og ég var eiginlega kominn á það að fara bara Vestur í bæ þar sem ekkert frost var. En svo komum við í Hólmann og ætluðum að láta reyna á hvort hægt væri að hlaupa. Æfing dagsins átti að vera 3x2.4km hringur í hólmanum á góðu rúlli. Vegna frosinna stíga ákváðum við að minnka hringinn og haupa þrisvar ca 1000m hring í hverjum áfanga. Þetta var alveg svakalega skemmtileg æfing, mikið af beygjum og undirlagið stundum frosið, stundum gott og allt þar á milli. Hljóp áfangana á: 11:59, 11:52, 11:46.
Því miður eftir áfangana þá fékk ég verk í vinstri hásin og gat ekki einu sinni skokkað niður. Líklega ekki góðar aðstæður ef maður er e-ð veikur fyrir. Skrítið hvernig maður finnur ekkert fyrir svona krankleikum þegar allt er á fullu spani og svo hellist þetta yfir þegar æfingar eru búnar....
Því miður eftir áfangana þá fékk ég verk í vinstri hásin og gat ekki einu sinni skokkað niður. Líklega ekki góðar aðstæður ef maður er e-ð veikur fyrir. Skrítið hvernig maður finnur ekkert fyrir svona krankleikum þegar allt er á fullu spani og svo hellist þetta yfir þegar æfingar eru búnar....
fimmtudagur, 1. mars 2007
2x20 @ Tempó - Lykilæfing
1700. 15mín upphitun og svo var æfing dagsins, 2x20mín @Tempó (16.7) með 5mín hvíld á milli setta. Tempóið gekk mjög vel hjá mér. Var í góðu standi allan tímann. Þó hækkaði púlsinn dálítið í lokin á seinna settinum en mér leið alltaf ágætlega þ.a. ég hafði ekki áhyggjur af því. Hljóp svo heim....
Þetta er algjör lykilæfing í prógramminu. Þegar ég fer í gegnum svona æfingu vel, þá finnst mér ég vera í góðu formi.
Hvíld á morgun og nudd....
Þetta er algjör lykilæfing í prógramminu. Þegar ég fer í gegnum svona æfingu vel, þá finnst mér ég vera í góðu formi.
Hvíld á morgun og nudd....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)