Mætti á æfingu með Mörthuhópnum í Elliðarárdalnum. Það hafði rignt kvöldið áður og svo kólnað. Malbikaði stígurinn var því alveg glerháll og ég var eiginlega kominn á það að fara bara Vestur í bæ þar sem ekkert frost var. En svo komum við í Hólmann og ætluðum að láta reyna á hvort hægt væri að hlaupa. Æfing dagsins átti að vera 3x2.4km hringur í hólmanum á góðu rúlli. Vegna frosinna stíga ákváðum við að minnka hringinn og haupa þrisvar ca 1000m hring í hverjum áfanga. Þetta var alveg svakalega skemmtileg æfing, mikið af beygjum og undirlagið stundum frosið, stundum gott og allt þar á milli. Hljóp áfangana á: 11:59, 11:52, 11:46.
Því miður eftir áfangana þá fékk ég verk í vinstri hásin og gat ekki einu sinni skokkað niður. Líklega ekki góðar aðstæður ef maður er e-ð veikur fyrir. Skrítið hvernig maður finnur ekkert fyrir svona krankleikum þegar allt er á fullu spani og svo hellist þetta yfir þegar æfingar eru búnar....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli