fimmtudagur, 8. mars 2007

Laugar+Sjúkraþjálfun+Laugar

1200. Laugar. Tók fína maga- og bakæfingu. Hífði mig líka upp nokkrum sinnum. Er búið að plata mig í upphífingarkeppni í júni - verð aðeins að æfa fyrir það :-).

1800. Fékk tíma hjá sjúkraþjálfara og þar kom í ljós að hásinin er bólgin og vann hún á því með laser. Hún kenndi mér líka æfingu sem á að hjálpa til við batann og halda svona meiðslum frá. Æfingin felst í því að vera í tröppum. Fara upp á tærnar og hafa þá þungan á ómeiddu löppinni. Láta sig svo síga á meiddu löppinni eins langt og maður kemst. 2x15 tvisvar á dag. Svaka munur á bólgunni strax eftir tímann.

2100. Laugar. 60' á skíðavél. Fín æfing. Teygði vel á eftir.

Engin ummæli: