Ákvað að hlaupa á bretti í dag. Að mínu mati er nauðsynlegt að venjast brettahlaupum og þar sem ég ætla að taka gæðaæfingar á brettinu í vetur þá er mikilvægt að hlaupa dálítið á bretti í hverri viku. Maður tileinkar sér aðeins öðruvísi hlaupalag á bretti og því reynir það ekki á sama hátt á kroppinn og útihlaup. Þess vegna er miklvægt að halda inni e-m brettahlaupum í hverri viku.
Ég hljóp 12km mjög rólega og tók svo smá maga- og bakæfingar. Teygði vel á eftir.
100km í þessari viku á 7 hlaupaæfingum og 94km frekar rólegir og aðeins 2km á MP sem var hraðast sem ég fór í vikunni. Held að það sé ágætt að byrja á að koma úthaldinu í lag og færa sig svo í hraðaæfingar....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli