laugardagur, 22. desember 2007

Lengsta hlaup ársins..... (alveg óvart)

0800. Hitti ofurhlauparann Neil við Vesturbæjarlaugina og við hlupum út Ægisíðu og niður að Kringlumýrarbrúnni þar sem við höfðum mælt okkur mót við Þorlák. Héldum áfram í Fossvoginn, þaðan í Grafarvog og tókum ágætan hring þar. Næst var það Laugardalurinn og út á Sæbrautina, niður Laugaveg þar sem við gerðum smá gluggakaup. Þarna var ég að nálgast 30km og leið alveg ofsalega vel. Neil var búinn að hlaupa aðeins lengra. Ég var í svo góðum gír að mér fannst ég gæti nú alveg hlaupið aðeins meira í dag og við bættum við Seltjarnarnesinu. Í Bakkavörinni var Mörthuhópinn að taka brekkuspretti. Þau verða örugglega í fantaformi í áramótahlaupi ÍR. Skildi við Neil við Vesturbæjarlaugina þar sem hann ætlaði að hitta félaga sína sem voru að halda í Sólstöðuhlaup ársins. Mitt hlaup endaði í 37km sem er það lengsta sem ég hef hlaupið í ár....

Nú eru 16 vikur í London Maraþonið og ég ætla að fara að spá í plan fyrir það. Reikna með að ég byrji í maraþonprógramminu 31. desember. Mér hefur gengið ágætlega síðustu vikur að koma mér í hlaupagírinn þ.a. ég er bjartsýnn á að maraþonprógrammið muni ganga vel og auðvitað þá London Maraþonið líka ;-).

Engin ummæli: