fimmtudagur, 27. desember 2007

5x1000

1700. Notaði tækifærið, þar sem ég er í fríi, og fór á æfingu hjá Mörthu í innihöllinni. Þar sem það var frekar kalt í dag var ákveðið að hita upp inni. Á dagskránnivoru 5x1000 með 90'' hvíldum. Birkir og ég hlupum sprettina saman á 3:29, 3:30, 3:29, 3:20, 3:25. Martha vildi að við héldum 3:30 tempói en áttum að pressa aðeins á 4. spretti, og svo svindluðum við pínu á þeim síðasta.

Mjög fín æfing og frekar létt. Kemur mér eiginlega á óvart að ég er í alveg þokkalegu áfanagasprettsstandi.

Annars var ég að lesa að í maraþonundirbúningi sé mikilvægt að finna jafnvægið milli þess að áfangasprettsæfingar séu nógu langar til að gefa gott búst en séu samt það stuttar að þær sitji ekki í manni og dragi úr gæðum annarra gæðaæfinga. Þ.a. ég reikna með að gera eina, frekar stutta, áfangasprettsæfingu á viku næstu vikurnar.

Er að spá í æfingaplan fyrir London og reikna með að það verði svipað og ég hef notað í síðustu hlaupum. Svona er grunnplanið:

Mán: morgunhlaup + áfangasprettir í hádegi
Þri: kvöldæfing millilangt hlaup (18-24km) létt vaxandi (4:30-4:10)
Mið: hádegishlaup (9-12km) aðra vikuna og nudd og hvíld hina. Jafnvel tvö róleg hlaup.
Fim: tempó hlaup vikunnar
Fös: morgunhlaup (50-70mín)
Lau: langa hlaup vikunnar (28-36km)
Sun: ca 60mín rólegt hlaup eða hvíld ef ég er þreyttur.

Engin ummæli: