þriðjudagur, 11. desember 2007

Brettið - vaxandi

2015. Vaxandi brettahlaup, aðeins bætt við síðan síðast. Byrjað á 3km upphitun + 11km vaxandi (1km @13.3 - 2km @14.0 - 4km @15.0-15.6 - 4km @16.0) + 2km niðurskokk. Frekar létt að halda tempóinu. Reikna með 12km vaxandi kafla í næstu viku og þá jafnvel 6km @16.0.

Fékk nýjasta Running Times heftið sent á mánudaginn og þar var einmitt verið að dásama þessa tegund af æfingum. Þ.e. æfing sem eru ca á maraþon álagi þar sem álagsparturinn fer upp í 16km. Talað um að þessi æfing væri alveg kjörin þegar verið er að byggja upp grunn.

Fékk nýtt par af Nimbus í gær frá USA. Þar kosta þeir 110 USD sem gera ca 6.700 krónur. Ég held að svona par kosti í búðum hér um 17.000 krónur. Skil ekki alveg þessa verðlagningu...

Engin ummæli: