mánudagur, 27. september 2004

elliðarárdalur

Þar sem það eru nú þrjár vikur í Amsterdammaraþon ákvað ég að hætta að hlaupa á morgnana (brýt það örugglega á miðvikudaginn). Ekki nóg með það þá ákvað ég líka að hlaupa einu sinni í stað tvisvar sem ég hef gert síðastliðnar 5 vikur. En nú er komið að því að draga aðeins úr álaginu og eftir þessa viku verða tvær rólegar vikur fram að maraþoninu. Ég ætlaði að hlaupa 9-11km en veðrið var svo gott að ég hljóp úr Laugardalnum og upp í Elliðarárdal - það var bara ekki hægt að stytta neina hringi vegna veðurs og km urðu 15. Ég hljóp af stað með Örvari og Jóa Gylfa og við Jói hlupum saman alla leið en Örvar snéri við stífluna. Formið var bara gott og maður gleymir sér auðvitað alveg á svona hlaupum en ég er ekki frá því að löppin sé að verða betri með hverjum deginum.

Engin ummæli: