laugardagur, 25. september 2004

langur laugardagur

Á laugardaginn var lengsta hlaupið í maraþonundirbúningnum planað. Stefnan var að hittast við sundlaugina í Kópavogi og hlaupa inn í Heiðmörk, út og suður, upp og niður, samtals 34km. Svo rann upp laugardagurinn en veðrið ekki beint gott fyrir langt hlaup. Ákveðið var að bíða með hlaupið fram yfir hádegi eða fram á sunnudag. Ég var búinn að gefa upp alla von sætti mig við að taka létta æfingu í Laugum og fara svo í langa hlaupið á sunnudeginum sem var svo sem allt í góðu. Nema hvað, að Þorlákur fékk þá grillu í hausinn að hlaupa 34km á bretti! Sagðist ætla að prófa að hlaupa í klukkutíma og sjá svo til - held að hann hafi ekki náð að plata hvorki sig né mig því við vorum mættir með ótalbrúsa nokkur pör af skóm og föt til skiptanna...... Síðan var hlaupið - fyrst rólega á ca 4.30 tempói í 16km og svo aðeins bætt í og næstu 15km hlaupnir á 3.55km (þægilegt nú gat hver hlaupið á sínum hraða). Í lokin voru svo tekið 3km niðurskokk. Ferlega skrítið að koma í ræktina kl. 13, ná að horfa á heilan fótboltaleik (því miður tapaði mitt lið FH fyrir liði norðan úr landi), og vera á fullu spani til að verða 16..... En ég slapp nokkuð óskaddaður frá þessari þrekraun fyrir utan litlar blöðrur á fótum og auðvitað þreyttum löppum. Var smá smeykur fyrir hlaupið vegna þess að lærið var búið að vera slappt í vikunni en gott nudd hjá honum Guðbrandi í Laugardalnum gerði mér heldur betur gott.



Engin ummæli: