í fyrsta skipti í langan tíma mætti ég á lögboðinn æfingatíma LHF. Ég og Gerður, sem hafði ekki sést lengi á hlaupum, ákváðum að hlaupa klassískan Viktor. Það var heilmikill mótvindur á Ægisíðu og alla leið inn Fossvoginn. Auðvitað var líka fullt af rigningu en e-n veginn náðum við að berjast á móti roki og rigningu á ágætum ferðahraða. Við ákváðum að snúa við eftir 8km við Víkingsheimilið og hlaupa sömu leið til baka með vindinn í bakið. Rétt eftir snúning kom Birkir sem hafði verið seinn fyrir og við hlupum þrjú til baka á þokkalegu tempói. Æfingin var ágæt - 16km og tempóið í lagi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli