Í dag var stefnan að taka rólegt hlaup og það gekk eftir. Þegar kom að heimsókn til tengdó ákvað ég að hlaupa upp eftir til hennar sem eru ca 11km. Sem betur fer var vindurinn í bakið alla leiðina, mátti ekki við miklum mótbyr eftir langa laugardagshlaupið. Fann dálítið til í lærinu svona til að byrja með en svo var ég bara nokkuð góður. Vikan endaði í 96km og er það töluvert minna en ég áætlaði. Ástæðan er sú að ég ákvað að hvíla mig frá miðvikudagsmorgni og fram að laugardagshlaupinu vegna eymsla í læri. Held að það hafi borgað sig....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli