fimmtudagur, 20. apríl 2006

Hamborg nálgast.

Frekar óheppinn á þriðjudaginn eftir frábært og áfallalausan undirbúning. Lenti í því að snúa á mér ökklann í upphitun fyrir síðustu alvöru æfinguna í prógraminu. Í allri óheppninni var ég pínu heppinn. Var beint fyrir framan Þróttarheimilið í Laugardalnum og komst strax í kælingu. Frekar stressandi að lenda í þessu en mér finnst ég vera á góðum batavegi og eftir að hafa hlaupið smá í morgun þá er ég viss um að ökklinn eigi ekki eftir að stoppa mig í Hamborg. Þ.a. ég er vel stemmdur og tilbúinn í slaginn....

Ég var að skoða rásgrúbburnar í Hamborg og sá þá að ég er í rásgrúbbu B, sem er fyrir 2:30-2:45. Kom mér skemmtilega á óvart. Það ættu því ekki að vera margir á undan mér út úr startinu - og vonandi færri á undan mér í mark ;-).

Heimasíða hlaupsins -> http://www.marathon-hamburg.de
Rásnúmeri mitt: 971

Engin ummæli: