Í dag var síðasta langa hlaupið í maraþonundirbúningnum. Hélt af stað úr Vesturbænum kl. 0930 og hljóp með Sigga Þórarins út í Nauthól þar sem við hittum ÍR-inga. Leiðin lá svo í kringum Kársnes, Kópavogsdal, Seljahverfi, Fell og þaðan á stíginn efst í Hólahverfinu sem er mjög skemmtilegur. Fórum af honum við stífluna og svo var klassísk leið heim - Fossvogur og út Ægisíðu í autopilot. Þennan 8km bút keyrði ég á góðum hraða. Annars tók hlaupið ekkert sérstaklega á, held að maður sé orðinn nokkuð sjóaður í þessum löngu hlaupum enda var þetta sjöunda hlaupið yfir 30km á árinu....
Dálítið skrítin tilfinning að vera að klára maraþonprógramm og ekki laust við að maður stressist dálítið upp við að spá í hvort maður sé búinn að gera nóg eða hvort einhverjar lykilæfingar hafi vantað í áætlunina. En, það er örugglega bara eðlilegar áhyggjur og ég held að ég geti verið ánægður með hvernig til hefur tekist við undirbúninginn.
Hérna er smá samantekt.
- Meðalmagn í viku síðustu 13 vikur er 115,3km.
- Hámarskvika 139,5km (vika 11)
- 7 hlaup lengri en 30km, lengsta 37km.
- Tempóhlaup í hverri viku
- 8 intervalæfingar
- 19 millilöng hlaup (20-29km)
- 14 dagar með tveimur æfingum
- 12 frídagar
- Aldrei fallið niður æfing vegna veikinda eða meiðsla :-)
Þá byrjar taper-inn....... En fyrst ein æfing á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli