laugardagur, 14. október 2006

Léttur laugardagur.

Hafði hugsað mér að fara út og hlaupa eitt stykki Viktor en veðrið var vægast sagt ömurlegt þ.a. ég fór á brettið. Byrjaði með 4km upphitun og síðan hljop ég á maraþonhraða í 8km. Endaði með 3km niðurskokki. Semsagt 15km æfing og allt gekk ágætlega. Mjög fínt að hlaupa á brettinu í dag, heil röð af stórhlaupurum voru mættir sem gerir brettahlaup mun auðveldari. Nú eru allar æfingar búnar fyrir Chicago og í næstu viku verður góð slökun. Þessi vika gekk vel, hljóp samtals 59km.

Komin skemmtileg myndskeið á heimasíðu Chicago Marathon frá Chicago Marathon 2005. Ótrúleg stemmning og gaman að sjá hlaupaleiðina, mílu fyrir mílu.

Engin ummæli: