mánudagur, 2. október 2006

morgunhlaup + sprett úr spori

0640. Ætlaði að hlaupa ef ég vaknaði. Auðvitað vaknaði ég án vekjaraklukku kl. 0620 og hitti hlaupafélagana við Vesturbæjarlaugina. Hlupum kringum flugvöllinn - samtals 9km.

1150. Sprettir á bretti. Eftir stutta upphitun tók ég 8x(3mín á 17.6-18.0 + 2mín rólegt skokk á 8.0). Smá niðurskokk. Æfingin gekk mjög vel, léttur á mér og ekkert að streða í sprettunum.

Þetta var síðasta sprettæfingin fyrir Chicago. Tek 19km æfingu annað kvöld og síðan annað hvort vaxandi 18km eða 3x4000m á fimmtudaginn. Hvíli á miðvikudag (Nudd og SPA) og föstudaginn. Stefni á Geðhlaupið á laugardaginn ef veðrið er gott og 27km hlaup á sunnudaginn.

Engin ummæli: