1720. Millilangur hringur, sá fyrsti í æfingaáætluninni fyrir Frankfurt. Hljóp hefbundinn Viktorshring og hitti á marga stórhlaupara á leiðinni. Mjög gott hlaup, eiginlega það besta í langan tíma.
Ég ákvað í gær að taka þátt í Frankfurt maraþoninu. Nú eru 12 vikur til stefnu og ég settist niður og setti saman áætlun sem ég skipti í nokkra hluta.
Fyrsti hluti, 2 vikur, er RM og þá er ég aðalega að hugsa um að koma mér í gang eftir sumarfrí. Stefni ekki að neinum stórkostlegum afrekum í RM og nota það fyrst og fremst sem áfanga í æfingaáætluninni.
Næsti hluti, 4 vikur, er aðalfókusinn á tempóhlaup en svo koma inn löng hlaup og áfangasprettir á 10km hraða. Stefni að komast í Stockholm hálf maraþonið 1. sept.
Þriðju hlutinn, 4 vikur, er maraþonfókus þar sem löngu hlaupin verða meira krefjandi og e-r æfingar á MP, tempóhlaup en lítil áhersla á áfangaspretti.
Í lokin er svo 2ja vikna "hvíldar" tímabil.
Á þessu 12 vikna tímabili stefni ég að taka 6 hlaup yfir 30km. Millilöng hlaup í hverri viku (18-24km) og e-a tempóæfingu. Hef sett sjö áfangasprettsæfingar í planið. Þær gætu dottið út.
Mjög spenntur að sjá hvernig ég kem út í Frankfurt þar sem að formið á mér í dag er langt frá því að vera jafn gott og það var á sama tíma í fyrra. Hálf pínlegt að skoða æfingadagbókina frá því í fyrra....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli