laugardagur, 18. ágúst 2007

RM

Vaknaði kl. 0610 og byrjaði daginn á tveimur brauðsneiðum með banana og grænu te-i. Fór svo aðeins út og skokkaði mjög rólega ca 1km. Mjög gott aðeins að koma blóðinu á hreyfingu. Fékk mér ca samtals 1 lítra af Leppin íþróttadrykk og vatni fyrir hlaupið og upphitunin var skokk með Birki frá Grenimelnum og í startið. Frábært veður og meiriháttar stemmning í startinu. Hljóp allt hlaupið eiginlega eins og ég væri að hlaupa maraþon, frekar áreynslulaust og án þess að streða. Það skilaði mér í mark á nánast sama tíma og undanfarin 4 ár. Ég hef hlaupið hálft í Reykjavík fjögur síðustu ár og alltaf endað á 1:19:xx. Þokkalega ánægður með árangurinn í hlaupinu - 3. Íslendingurinn og fór heim þrjátíuþúsund krónum ríkari :-).

Annars er ég vægast sagt undrandi á vinnubrögðum framkvæmdaraðila hlaupsins, sem ég held að séu starfsmenn Reykjavíkurborgar, með að útiloka aðila frá Expo-inu. Veit ekki hvort það er rétt en ég heyrði að það hafi verið gerður samningur við einn aðila, Asics, um einkarétt á sölu á fatnaði. Ljótt ef satt er og Reykjavíkurborg til háborinnar skammar. Þar sem ég hef farið skipar Expo-ið mikilvægan sess hjá þeim sem taka þátt í maraþonum. STÓR MÍNUS fyrir þetta!!!

Engin ummæli: