Hljóp með Vinum Gullu í morgunn. Fullt af frískum hlaupurum mættir og var hlaupið niður í Miðbæ og svo eftir krákustígum í gamla Vesturbænum. Úlfar lóðsaði hópnum um leynistígana eins og herforingi. Síðan fórum við upp Þingholtin og loks út að Nauthól og þaðan í Laugar. Mér leið bara ágætlega allan tímann og endaði með að hlaupa ca 20km.
Samtals 77km í vikunni og öll hlaup róleg. Ætla að halda mig við róleg hlaup að mestu næstu vikurnar.
Er kominn með stefnuna á vormarþon - kannski smelli ég mér í Boston hlaupið eins og ég stefndi að síðastliðið vor en heltist þá úr lestinni. Annars er ég líka að kanna hvort ég komist í London í vor, alltaf séns að e-r detti út. Ég hugsa vormaraþonið fyrst og fremst sem áfanga í uppbyggingunni fyrir hausthlaup næsta árs sem á að vera bætingarhlaup. Eftir það fer ég að fókusera á alvöru vegalengdir....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli