Ákvað að þetta meiðslatímabil gengi ekki lengur. Mætti í morgunhlaupaklúbbinn á mánudagsmorguninn og hljóp 11-12 km. Var frekar slappur í hnéinu á eftir en ákvað að harka þetta af mér. Teygði vel og keypti mér síðan hitahlíf á þriðjudeginum. Mætti aftur í morgunskokk á miðvikudagsmorgninum og hljóp þá með hlífina góðu. Miklu betri í hnéinu. Kíkti síðan í nudd til Guðbrands í hádeginu og hann tók hressilega á mér. Allt annar á eftir. Í dag hljóp ég svo 5km á bretti og er bara að verða verkjalaus. Hlaup laga allt - það er ljóst....
Svo er það morgunskokk í fyrramálið....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli